sunnudagur, nóvember 19, 2006

Allt á kafi í snjó!



það er að verða jólalegt í Bugðutanganum. Allt á kafi í snjó. Nágranninn að moka á fullu. Í Mogganum í dag má lesa eftirfarandi frétt:
Fjöldi fólks lenti í vandræðum við að komast til síns heima í nótt, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Reykjavík. Þurfti að kalla út strætisvagna til að ferja fólk á milli staða þar sem nánast enga leigubíla var að fá vegna ófærðar. Björgunarsveitir voru kallaðar út og hafa þær verið að störfum frá klukkan fjögur í nótt á höfuðborgarsvæðinu. Hafa þær sinnt yfir eitt hundrað verkefnum, samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu.

fimmtudagur, nóvember 16, 2006

Saknaðarkveðjur


Elsku Helga, Ben og Orri Victor!

Takk fyrir æðislegan tíma. Sakna ykkar, sjáumst næsta sumar.

Komin heim í kulda og trekk






Ísland tók á móti mér með 4 stiga frosti. Það var nokkuð mikil breyting frá 30 stiga hita bæði í Perth og Singapore. Í dag er 6 stiga frost og hvasst. Ég var nokkuð hress í gær en í dag er ég eins og undin tuska. 33 tíma ferðalag yfir hálfan hnöttinn, lítill svefn og tímamismunur tekur á líkamann.
Það var ekki að sjá annað en að sagnfræðinginn og Steini hafi haft það gott á meðan ég var í burtu en vonandi hafa þeir eitthvað saknað mín.
Verst er hvað litla fjölskyldan er langt í burtu og ekki hægt að líta við annað slagið og passað litla gaurinn.

þriðjudagur, nóvember 14, 2006

Aftur i London

Eftir 28 tima ferdalag er eg nu komin til London. 5 tima flug fra perth til Singapore og 13 tima flug fra Singapore er ad baki en enn er eftir 3 tima flug heim fra London. Tad er otrulegt stress ad fara i gegnum oryggiseftirlitid. Eg veit ekki hvad eg er buin ad taka fartolvuna morgum sinnum upp ur toskunni. En eg held samt ad Astralia eigi vinninginn hvad vardar oryggiseftirlit.

Aftur i Singapore


Ta er eg komin aftur til Singapore. Her stoppa eg i 5 1/2 tima. Tau hja upplysingatonustunni i flugstodinni vildu ekki hleypa mer i skodunarferd sem er okeypis fyrir fartega i transit. Tau sogdu at eg yrdi ekki komin nogu fljott aftur fyrir flugid til London. Eg legg ekki i ad fara ut og taka mer taxa. Eg held ad tad geti tekid svo langan tima ad tekka sig inn aftur. Vil ekki missa af velinni til London. En tad vaeri gaman ad geta skodad sig um herna.
Tad la vid ad tad vaeri naestum tvi eins mikid vesen at komast ut ur Astraliu eins og inn i hana. Fylla ut spurningarlista og svar spurningum hvad madur hafi verid ad bralla og hvort madur vaeri nokkud med 10 tusund astralska dollara i forum sinum, svona eins og halfa milljon i cass!
Eg turfti ad borga yfirvigt og var tad mikid vesen lika. Tau Helga, Ben og Orri fylgdu mer ut a voll to seint vaeri og var kvedjustundin myndud i bak og fyrir.
I velinni fra Perth voru fartegarnir flestir austurlenskir. Tonusta su sama og adur. Komid med sokka og tannbursta, sidan matsedilinn. Hagt ad velja a milli retta. Vid flugum yfir Indlandshaf, yfir Jovu og hofudborgina Jakarta. Sidan yfir hluta af Sumotru. Og ta rett a eftir forum vid yfir midbaug. Klukkan var 7 ad morgni tegar vid komum til Singapore. Her er um 25 stiga hiti og skyjad. Budirnar eru mjog flottar. Eg fekk hledslutaeki fyrir myndavelina mina a godu verdi. Annars eru her mest budir med merkjavorur og ekkert odyrt fyrir saudsvartan almugann. Her er allra tjoda kvikindi a ferdinni.
Bestu kvedjur

sunnudagur, nóvember 12, 2006

Nýja gæludýrið


Ég féll alveg fyrir þessari æðislega krúttlegu vömbu. Er búin að ákveða að taka hana með mér heim. Þetta er nýja gæludýrið í Bugðutanganum. Líst ykkur ekki vel á?

Orri Victor


Hann Orri Victor er æðislegur gaur og það er yndislegt að hafa fengið að kynnast honum. Hann var orðinn rúmar 17 merkur síðastliðinn miðvikudag, þegar hjúkrunarkonan kom í ungbarnaeftirlit, og var þá búinn að rúmlega þrefalda fæðingarþyngd sína. Hann er farinn að fylgja eftir með augunum og brosa. Hann vill dálítið mikið láta hafa fyrir sér og ekkert sáttur við að liggja bara eins og skata. Sjálfsagt er amma búin að spilla honum. Hann hefur mjög gaman af því að láta syngja fyrir sig og ekki síst ef það er dansað líka. Og vísnaplötuna frá Íslandi kann hann vel að meta.

fimmtudagur, nóvember 09, 2006

Glöggt er gestsaugað



Fólkið hér í Vestur Ástralíu er flest vestrænt í útliti en þó nokkuð mikið er af asísku fólki. Eitthvað af því eru sjálfsagt ferðamenn vegna þess að Asía er ekki langt undan. Frumbyggjarnir eru ekki mjög áberandi en það má vera að það sé misjafnt eftir landsvæðum. Það er helst að maður sjái þá í miðborginni sem útigangsmenn. Þeir eiga ekki mikið upp á pallborðið hjá almenningi.

Í miðborginni og í lestunum eru skrifstofumennirnir, til og frá vinnu, auðþekkjanlegir frá öðrum. Þeir eru pent klæddir í svörtum buxum, í skyrtu og á bakinu eru þeir með bakpoka. Þegar heim er komið bregða þér sér í stuttermabol, stuttbuxur og sandala.

Í gær var ég ein á ferð. Tók lest til borgarhluta hér fyrir sunnan þar sem er stór kringla. Þangað fór ég í verslunarleiðangur. Á lestarstöðinni hitti ég tvær dökkleitar konur sem voru þó ekki frumbyggjar. Þær tóku mig tali og spurðu mig út í lestarferðarnar. Ég sagði þeim sem satt var að ég væri komin langt að og væri því ekki sérfræðingur í þeim efnum. Þær spurðu þá hvaðan ég væri. Þegar ég sagðist vera frá Íslandi þá spurðu þær hvort það væri á pólarsvæðinu. Ég vildi nú ekki jánka því og sagði að Ísland væri eitt af Norðurlöndunum og taldi upp, Danmörk, Noreg, Svíþjóð og Finnland. “Ég hef aldrei heyrt um þessi lönd” svaraði þá önnur konan.

Helga varð fyrir því að týna veskinu sínu þegar við gengum út í búð einn daginn. Henni brá óneitanlega mjög mikið þegar hún uppgötvaði það næsta dag. Í veskinu voru meðal annars öll kortin hennar, ökuskírteini og ca 5000 krónur í áströlskum dollurum. Seinna um daginn var hringt frá kirkju í grendinni og sagt að veskið væri þar. Helga fékk það tilbaka með öllu sem í því var. Þannig að það er heiðarlegt fólk hér um slóðir.

Það er mikið um útsölur hér um þessar mundir. Á boðstólum eru ekki síst falleg sumarföt. Vetrarfatnaður sést auðvitað ekki. Það er ekki auðvelt að finna skó sem henta íslenskri veðráttu. Hér eru aðallega bandaskór og sandalar til sölu. Margt er á svipuðu verði og heima en annað mun ódýrara. Bensínið er til dæmis helmingi ódýrara. Hægt er að leigja vídeóspólu á 50 kall og tilbúinn matur er á hagkvæmu verði.

Það er búið að setja upp jólaskraut í verslunum og á götum úti. Í miðborg Perth er komið stórt og fallegt jólatré. Líklega er það ekki frá vinabæ Perth í Noregi! Við tréið verða haldnir útitónleikar um næstu helgi og er búið að raða upp garðstólum fyrir tónleikagesti. Jólaskrautið fellur ekki sérstklega vel að veðráttunni og léttklæddu fólki með sólgleraugu. Það er skrítið að ganga um á ermalausum bol og hlusta á Gingle Bells.

Það sem vekur athygli okkar, sem búum á norðlægum slóðum, þegar við liggjum í sólbaði hér í Ástralíu er að sólin snýst í öfugan hring. Á hádegi er hún í hánorðri. Það borgar sig því ekki að nota sólina sem leiðarvísi.

Hér vinstri handar akstur og það þarf að muna eftir því þegar farið er yfir götunar. Bílstjórar taka ekki mikið tillit til gangandi vegfarenda. Það er skrítið að setjast inn í bíla og sjá stýrið hægra megin og gírstöngina til vinstri handar.

Hlýrri veðráttu fylgir fjölskrúðugt dýralíf ekki síst skordýralíf. Unga húsmóðirin úr Mosfellsbænum kann ekki mjög mikið að meta gestina úr garðinum sem lauma sér inn um óþétta garðhurðina. Þetta eru maurar, kóngulær og jafnvel eðlur. Einnig eru á ferðinni svartir ormar sem líkjast grasmöðkum en eru alla vega helmingi lengri. Þeir eru mjög fljótir í förum og eru komnir um allt hús ef ekki fylgst vel með. Unga húsmóðirin á það til að öskra upp yfir sig yfir ófögnuðnum og kemur þá innfæddi húsbóndinn á vettvang og bjargar málunum enda vanur maður og nú er hann búinn að lofa að draga fram verkfæratöskuna og þétta garðhurðina.

Hlýrri veðráttu fylgir líka fjöbreyttur gróður. Hér eru ávaxtatré, pálmar, stór furutré og hávaxnar rósir. En það er líka mjög þurrt. Grasblettir við húsin eru skrælnðir og er bannað að vökva þeim nema einu sinni i viku. Uppskerubrestur er yfirvofandi hjá bændum.

miðvikudagur, nóvember 08, 2006

Í vínsmökkun á Svanaánni


Á sunnudaginn fórum við Helga og Fjóla vinkona hennar í vínsmökkunarferð. Fjóla gisti hérna um nóttina, blánóttina réttara sagt, vegna þess að hún var að djamma á laugardagskvöldinu og skilaði sér hingað seint um síðir. En hún var hress að vanda um morguninn og keyrðu feðgarnir okkur niður að bryggju við Svan River í miðbæ Perth um hálf tíu. Þar beið okkur snekkja og 20-30 samferðamenn sem flestir voru án efa millar á heimsreisu. Fararstjórinn lét alla kynna sig og voru þarna á ferð Ameríkanar, Bretar, Frakkar, Ástralir og Danir. Samferðafólkinu fannst merkilegt að við værum frá Íslandi (nema Dönunum) og bárust hvalveiðar óneitanlega á góma í fyllingu dagsins.
Snekkjan sigldi síðan eftir ánni inn eftir Svanadalnum og á meðan var stjanað við okkur á alla kanta. Fyrst var borinn fram morgunmatur og síðan ostar og kex og hvert vínið á fætur öðru. Það var frábært að sigla eftir ánni. Veðrið var fallegt og meðfram henni var fólk að veiða, leika golf og krikket eða sat í fjölskyldupiknik. Flestir að vinka. Á ánni sigldu menn á kanúum og spíttbátum með fólk á sjóskíðum. Sumir voru að synda í vatninu. Um tíma fylgdi með okkur háhyrningur. Á ánni og við hana er líka fjölskrúðugt fuglalíf. Þarna sáum við meðal annars pelikana. Á sumum svæðum við ánna standa einbýlishús. Stórar villur með stórum görðum og einkabryggju. Við bryggjurnar stóðu litlar snekkjur eða smábátar. Eitt húsanna er til sölu ef einhver hefur áhuga!
Eftir tæplega tveggja tíma siglingu eftir ánni komum við að stóru fallegu húsi með stórum garði. Þetta hús er starfrækt fyrir veislur og er sérstaklega vinsælt að halda það brúðkaup. Úti í garðinum nálægt ánni var stólum og altari stillt upp fyrir hjónavígslur. Þarna hafði einmitt verið haldið brúðkaup deginum áður. Við gengum í land á þessum stað og fórum upp í rútu sem keyrði okkur á tvo vínbúgarða og í súkkulaðiverksmiðju. Á fyrri búgarðinum, Chesters Winery, fengum við hádegismat. Síðan var farið út í verksmiðjuna þar sem vínbóndinn skýrði út fyrir okkur framleiðsluferlið. Flestir létu sér nægja að hlusta en Frakkarnir þurftu að fá mun tæknilegri útskýringar enda sérfræðingar í faginu. Við fengum síðan að smakka á þessum ljúfengu vínum sem þarna eru búin til. Næst lá leiðin að Houghton Vineyard sem var mjög glæsilegur. Þar fengum við að smakka á enn fleirum tegundum. Að lokum var farið í Margaret River Chocolate Factory og smakkað á ljúffengu súkkulaði af ýmsum gerðum enda er hér sagt að súkkulaði eigi ávallt að fylgja víni. Hægt var að fylgjast með framleiðslunni á bak við gler. Frá súkkulaðiverksmiðjunni var síðan farið aftur að brúðkaupsstaðnum og um borð í snekkjuna. Á bakaleiðinni sátum við í stefni bátsins undir beru lofti ásamt nokkru af samferðafólkinu og nutum siglingarinnar, útsýnisins, góða veðurins og hlýs andvarans. Við komum aftur til miðborgar Perth um fimmleytið og þar biðu feðgarnir eftir okkur.
Frábær dagur á framandi slóðum!
Á bloggsíðunni hennar Fjólu má einnig lesa um þessa ferð:
http://fjola.blog-city.com/sunnudagssla_og_laugardagskvld.htm

þriðjudagur, nóvember 07, 2006

Fremantle



Á föstudagsmorguninn þann 4. nóvember vorum við Helga heima við. Við sátum á veröndinni fyrir hádegi í sólbaði og lásum báðar. Ég fyrir próf í fjárhagsbókhaldi og Helga fyrir ökupróf. Hún er búin að vera hér það lengi að hún verður að hafa ástralskt ökuskírteini. Annars er hún orðin mjög flink að keyra í vinstri umferðinni. Bílarnir hérna eru allir gerðir fyrir vinstri umferð með stýrið hægra megin og gírstöngina til vnstri handar.
Eftir hádegi fórum við í göngutúr með Orra í vagninum. Fórum í pósthúsið og nokkrar búðir. Þau Helga og Ben fóru út að borða um kvöldið. Um að gera að nota tækifærið meðan amma er hérna að passa.
Á laugardaginn fórum þau Helga og Ben með mig í bíltúr til Fremantle, litla hippabæjarins rétt fyrir sunnan Perth. Þar leigði Helga ásamt Fjólu vinkonu sinni fyrstu hálfa árið sitt hérna. Við keyrðum fram hjá húsinu þar sem þær bjuggu og var umhverfið kunnuglegt, húsið og almenningsgarðurinn gengt því enda voru þær duglegar að taka myndir á þessum slóðum í fyrra. Í Fremantle býr þó nokkuð af gömlum hippum og fólki sem selur handverksvörur. Um helgar er markaður í miðbænum og litum við þangað inn. Þar eru líka búðir sem selja notuð föt og ýmsan sniðugan og sjaldséðan varning og aðrar sem selja hljóðfæri og vörur sem frumbyggjar hafa búið til. Ekki var hægt að fara með mig í skoðunarferð til Fremantle án þess að koma við á Litle Creatures sem ekki svo ósjaldan kom við sögu hjá þeim stöllum. Litle Creatures er bjórverksmiðja sem hefur að hluta til verið breytt í veitingahús. Það er hátt til lofts og bak við glerveggi sést inn í verksmiðjuna. Þarna er framleiddur heimsins besti bjór segja stelpurnar og nú fékk ég tækifæri á að smakka á þessum frábæru veigum og rómuðu pizzunum sem þarna eru einnig á boðstólum. Fjóla mætti síðan sjálf í eigin persónu á svæðið.

fimmtudagur, nóvember 02, 2006

Í sól og sumaryl

-------------------------------------61a Gallipolistreet-------------------------------
------------------------------------Tvær ömmur ------------------------------
Á mánudagskvöldið fórum við út að borða með foreldrum Bens, á veitingahús skammt hér frá. Við fórum gangandi með Orra í kerruvagninum og hann var hinn rólegasti á meðan við borðuðum þó svo að honum væri ekki boðið upp á neinar kræsingar. Hann fær enn bara móðurmjólkina og fer vel fram á henni.
Foreldrar Bens komu síðan þriðjudagsmorgun og við fórum öll í stóra Kringlu til að sinna ýmsum erindum, en Ben tók sér frí í vinnunni þennan dag. Foreldrar Bens voru meðal annars að láta framkalla myndir úr ferðinni sinni til Tasmaníu. Vegna þess að Orri er fyrirburi þarf að verja hann alveg sérstaklega fyrir sýkingum. Hann má þess vegna ekki fara inn í stórmarkaði og kringlur næstu mánuði vegna smithættu frá loftræstingakerfum. Það þurfti því að taka vaktir með hann í kerruvagninum fyrir framan kringluna. Þau foreldrar Bens voru hérna síðan fram á kvöld. Þau fóru síðan áleiðis heim til sín næsta morgun í bæinn Mont Berger sem er hér í 4 tíma keyrslu fyrir sunnan Perth. En þau bjuggu á hóteli á meðan þau voru hér en ég er auðvitað búin að leggja undir mig gestaherbergið á bænum.
Á miðvikudagsmorgun var au pair stúlkan frá Íslandi alveg á fullu að passa barnabarnið. Helga náði að sofa í 3 tíma um morguninn en Orri er enn frekar sprækur á nóttinni. Síðan fékk amma að baða strákinn. Við Helga fórum seinni partinn í langan göngutúr og versluðum. Hún verslaði en ég beið fyrir utan búðina með kerruvagninn. Helga eldaði um kvöldið ítalskan rétt og ég bjó til ostaköku í desert.
Í morgun sat ég í sólbaði úti í garði og las reglugerð um virðisaukaskatt en eftir hádegi fórum við Helga með Orra í kerruvagninum í lest niður í miðbæ Perth. Helga þurfti að redda málum í sambandi við ástralskt ökuskírteini. Ben kom og hitti okkur á útiveitingahúsi á göngugötu í miðbænum þar sem við fengum okkur kaffi og kökur. En hann vinnur í einu af háhýsunum í miðborginni. Veðrið var mjög gott, sól og ca. 26 stiga hiti. Við Helga fórum síðan aftur tilbaka með lestinni og vorum með smá bakþanka út af Orra. Hann var að vísu vel varinn bak við net á vagninum en okkur leist ekki á blikuna þegar berfætt frumbyggja stúlkubarn með hor í nös ætlaði að fara að kíkja inn í vagninn. Við hröðuðum okkur því út úr lestinni einni stoppustöð fyrr en við ætluðum okkur.
Nú, fimmtudagskvöld, situr amma með Orra í fanginu en þau Helga og Ben skruppu í búðir. Um að gera að nota tækifærið meðan þau hafa barnapíu.