þriðjudagur, nóvember 07, 2006

Fremantle



Á föstudagsmorguninn þann 4. nóvember vorum við Helga heima við. Við sátum á veröndinni fyrir hádegi í sólbaði og lásum báðar. Ég fyrir próf í fjárhagsbókhaldi og Helga fyrir ökupróf. Hún er búin að vera hér það lengi að hún verður að hafa ástralskt ökuskírteini. Annars er hún orðin mjög flink að keyra í vinstri umferðinni. Bílarnir hérna eru allir gerðir fyrir vinstri umferð með stýrið hægra megin og gírstöngina til vnstri handar.
Eftir hádegi fórum við í göngutúr með Orra í vagninum. Fórum í pósthúsið og nokkrar búðir. Þau Helga og Ben fóru út að borða um kvöldið. Um að gera að nota tækifærið meðan amma er hérna að passa.
Á laugardaginn fórum þau Helga og Ben með mig í bíltúr til Fremantle, litla hippabæjarins rétt fyrir sunnan Perth. Þar leigði Helga ásamt Fjólu vinkonu sinni fyrstu hálfa árið sitt hérna. Við keyrðum fram hjá húsinu þar sem þær bjuggu og var umhverfið kunnuglegt, húsið og almenningsgarðurinn gengt því enda voru þær duglegar að taka myndir á þessum slóðum í fyrra. Í Fremantle býr þó nokkuð af gömlum hippum og fólki sem selur handverksvörur. Um helgar er markaður í miðbænum og litum við þangað inn. Þar eru líka búðir sem selja notuð föt og ýmsan sniðugan og sjaldséðan varning og aðrar sem selja hljóðfæri og vörur sem frumbyggjar hafa búið til. Ekki var hægt að fara með mig í skoðunarferð til Fremantle án þess að koma við á Litle Creatures sem ekki svo ósjaldan kom við sögu hjá þeim stöllum. Litle Creatures er bjórverksmiðja sem hefur að hluta til verið breytt í veitingahús. Það er hátt til lofts og bak við glerveggi sést inn í verksmiðjuna. Þarna er framleiddur heimsins besti bjór segja stelpurnar og nú fékk ég tækifæri á að smakka á þessum frábæru veigum og rómuðu pizzunum sem þarna eru einnig á boðstólum. Fjóla mætti síðan sjálf í eigin persónu á svæðið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home