þriðjudagur, október 07, 2008

Á Il Pozzo búgarðinum í Toskana

Útsýni frá svefnherbergisglugganum
Horft út um svefnherbergisgluggann.

Sagnfræðingurinn að störfum við íbúðina í Il Pozzo.


Horft frá íbúðinni yfir sundlaugargarðinn og byggðina í hlíðinni á móti.

El Pozzo i Toskana er fallegur gamall búgarður sem hefur verið breyttur í ferðamannaíbúðir. Þar eru einnig ræktaðar ólífur, hunang og vín. El Pozzo stendur hátt upp í hlíðinni í gróðursælum dal. Eftir dalnum liðast ánin Arno sem einnig rennur í gegnum Flórens og til sjávar ekki langt frá Pisa. Hér er áin friðsæl og er umvafin gróðri. Eftir dalbotninum má stundum sjá litla lest sem er á leið til bæjanna ofar í dalnum. Íbúðirnar átta og allt umhverfi húsanna er fallega skreytt með skemmtilegum munum og gróðri. Sundlaugin og umhverfið í kringum hana er sérstaklega fallegt.
Búgarðurinn er innan girðingar sem enginn kemst yfir nema fuglinn fljúgandi. Til að komast inn á landareignina þarf að fara inn um stórt járnhlið sem er læst. Við fengum í hendurnar sjálfvirkan opnara sem við beinum að hliðinu úr bílnum og þá opnast hliðið hægt og rólega. Síðan keyrum við inn fyrir í herlegheitin eins og millar og lokum hliðinu aftur.
El Pozzo er rekið af snaggaralegri ungri konu, Cörlu, sem er varla yfir þrítugt. Hún er sérstaklega viðfeldin og almennileg. Hún er tvisvar búin að baka hjartalaga köku fyrir okkur og vill allt fyrir okkur gera. Á búgarðinum er lítil hugguleg veitingastofa þar sem mamma Cörlu eldar Toskana mat 3-4 sinnum að sumri. Utan aðalferðamannatímans eldar hún sjaldnar. Svo skemmtilega vill til að hún ætlar einmitt að elda í dag 8. október. Þar mun ég því halda upp á afmælið mitt.

8 Comments:

At 9:46 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Huggulegt er það. Hvað er hitastigið? Er yfirleitt sól á daginn eða?

Helga

 
At 7:48 f.h., Blogger Gunna Steina said...

Hitinn er um 17-22 stig. En það hefur ekki verið mikil sól. Á kvöldin er frekar kalt og gott væri ef lopapeysan væri meðferðis.

 
At 10:20 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sæl Guðrún og hjartanlega til hamingju með daginn. Eigðu yndislegan dag og njóttu kvöldverðarins á Il Pozzo :)
Kær kveðja Elín Lára í Mosó

 
At 10:22 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með afmælið Guðrún mín!!!!!

 
At 10:22 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

kv, Arna Dís

 
At 10:22 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sæl Guðrún mín og innilega til hamingju með afmælið. Maður líður útaf og í dásamendar draumheim við að skoða þessar ljósmyndir þínar.
Njóttu lífsins í þessu fagra umhverfi!
Kveðja, Valgerður

 
At 10:23 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Geggjaðar myndir!! kv, Arna Dís

 
At 9:29 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sæl Gunna og Friðrik!
Og aftur til hamingju með daginn Gunna mín. Það sést á myndunum að þetta er fallegur og vinalegur staður sem þið eruð á. Heillar mig alltaf mest svona staðir fjarri túristmanum :)
Keðja,
Sveinn.

 

Skrifa ummæli

<< Home