Komin heim í kulda og trekk
Ísland tók á móti mér með 4 stiga frosti. Það var nokkuð mikil breyting frá 30 stiga hita bæði í Perth og Singapore. Í dag er 6 stiga frost og hvasst. Ég var nokkuð hress í gær en í dag er ég eins og undin tuska. 33 tíma ferðalag yfir hálfan hnöttinn, lítill svefn og tímamismunur tekur á líkamann.
Það var ekki að sjá annað en að sagnfræðinginn og Steini hafi haft það gott á meðan ég var í burtu en vonandi hafa þeir eitthvað saknað mín.
Verst er hvað litla fjölskyldan er langt í burtu og ekki hægt að líta við annað slagið og passað litla gaurinn.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home