Í sól og sumaryl
-------------------------------------61a Gallipolistreet-------------------------------
------------------------------------Tvær ömmur ------------------------------
Á mánudagskvöldið fórum við út að borða með foreldrum Bens, á veitingahús skammt hér frá. Við fórum gangandi með Orra í kerruvagninum og hann var hinn rólegasti á meðan við borðuðum þó svo að honum væri ekki boðið upp á neinar kræsingar. Hann fær enn bara móðurmjólkina og fer vel fram á henni.
Foreldrar Bens komu síðan þriðjudagsmorgun og við fórum öll í stóra Kringlu til að sinna ýmsum erindum, en Ben tók sér frí í vinnunni þennan dag. Foreldrar Bens voru meðal annars að láta framkalla myndir úr ferðinni sinni til Tasmaníu. Vegna þess að Orri er fyrirburi þarf að verja hann alveg sérstaklega fyrir sýkingum. Hann má þess vegna ekki fara inn í stórmarkaði og kringlur næstu mánuði vegna smithættu frá loftræstingakerfum. Það þurfti því að taka vaktir með hann í kerruvagninum fyrir framan kringluna. Þau foreldrar Bens voru hérna síðan fram á kvöld. Þau fóru síðan áleiðis heim til sín næsta morgun í bæinn Mont Berger sem er hér í 4 tíma keyrslu fyrir sunnan Perth. En þau bjuggu á hóteli á meðan þau voru hér en ég er auðvitað búin að leggja undir mig gestaherbergið á bænum.
Á miðvikudagsmorgun var au pair stúlkan frá Íslandi alveg á fullu að passa barnabarnið. Helga náði að sofa í 3 tíma um morguninn en Orri er enn frekar sprækur á nóttinni. Síðan fékk amma að baða strákinn. Við Helga fórum seinni partinn í langan göngutúr og versluðum. Hún verslaði en ég beið fyrir utan búðina með kerruvagninn. Helga eldaði um kvöldið ítalskan rétt og ég bjó til ostaköku í desert.
Í morgun sat ég í sólbaði úti í garði og las reglugerð um virðisaukaskatt en eftir hádegi fórum við Helga með Orra í kerruvagninum í lest niður í miðbæ Perth. Helga þurfti að redda málum í sambandi við ástralskt ökuskírteini. Ben kom og hitti okkur á útiveitingahúsi á göngugötu í miðbænum þar sem við fengum okkur kaffi og kökur. En hann vinnur í einu af háhýsunum í miðborginni. Veðrið var mjög gott, sól og ca. 26 stiga hiti. Við Helga fórum síðan aftur tilbaka með lestinni og vorum með smá bakþanka út af Orra. Hann var að vísu vel varinn bak við net á vagninum en okkur leist ekki á blikuna þegar berfætt frumbyggja stúlkubarn með hor í nös ætlaði að fara að kíkja inn í vagninn. Við hröðuðum okkur því út úr lestinni einni stoppustöð fyrr en við ætluðum okkur.
Nú, fimmtudagskvöld, situr amma með Orra í fanginu en þau Helga og Ben skruppu í búðir. Um að gera að nota tækifærið meðan þau hafa barnapíu.
Á mánudagskvöldið fórum við út að borða með foreldrum Bens, á veitingahús skammt hér frá. Við fórum gangandi með Orra í kerruvagninum og hann var hinn rólegasti á meðan við borðuðum þó svo að honum væri ekki boðið upp á neinar kræsingar. Hann fær enn bara móðurmjólkina og fer vel fram á henni.
Foreldrar Bens komu síðan þriðjudagsmorgun og við fórum öll í stóra Kringlu til að sinna ýmsum erindum, en Ben tók sér frí í vinnunni þennan dag. Foreldrar Bens voru meðal annars að láta framkalla myndir úr ferðinni sinni til Tasmaníu. Vegna þess að Orri er fyrirburi þarf að verja hann alveg sérstaklega fyrir sýkingum. Hann má þess vegna ekki fara inn í stórmarkaði og kringlur næstu mánuði vegna smithættu frá loftræstingakerfum. Það þurfti því að taka vaktir með hann í kerruvagninum fyrir framan kringluna. Þau foreldrar Bens voru hérna síðan fram á kvöld. Þau fóru síðan áleiðis heim til sín næsta morgun í bæinn Mont Berger sem er hér í 4 tíma keyrslu fyrir sunnan Perth. En þau bjuggu á hóteli á meðan þau voru hér en ég er auðvitað búin að leggja undir mig gestaherbergið á bænum.
Á miðvikudagsmorgun var au pair stúlkan frá Íslandi alveg á fullu að passa barnabarnið. Helga náði að sofa í 3 tíma um morguninn en Orri er enn frekar sprækur á nóttinni. Síðan fékk amma að baða strákinn. Við Helga fórum seinni partinn í langan göngutúr og versluðum. Hún verslaði en ég beið fyrir utan búðina með kerruvagninn. Helga eldaði um kvöldið ítalskan rétt og ég bjó til ostaköku í desert.
Í morgun sat ég í sólbaði úti í garði og las reglugerð um virðisaukaskatt en eftir hádegi fórum við Helga með Orra í kerruvagninum í lest niður í miðbæ Perth. Helga þurfti að redda málum í sambandi við ástralskt ökuskírteini. Ben kom og hitti okkur á útiveitingahúsi á göngugötu í miðbænum þar sem við fengum okkur kaffi og kökur. En hann vinnur í einu af háhýsunum í miðborginni. Veðrið var mjög gott, sól og ca. 26 stiga hiti. Við Helga fórum síðan aftur tilbaka með lestinni og vorum með smá bakþanka út af Orra. Hann var að vísu vel varinn bak við net á vagninum en okkur leist ekki á blikuna þegar berfætt frumbyggja stúlkubarn með hor í nös ætlaði að fara að kíkja inn í vagninn. Við hröðuðum okkur því út úr lestinni einni stoppustöð fyrr en við ætluðum okkur.
Nú, fimmtudagskvöld, situr amma með Orra í fanginu en þau Helga og Ben skruppu í búðir. Um að gera að nota tækifærið meðan þau hafa barnapíu.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home