sunnudagur, nóvember 19, 2006

Allt á kafi í snjó!



það er að verða jólalegt í Bugðutanganum. Allt á kafi í snjó. Nágranninn að moka á fullu. Í Mogganum í dag má lesa eftirfarandi frétt:
Fjöldi fólks lenti í vandræðum við að komast til síns heima í nótt, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Reykjavík. Þurfti að kalla út strætisvagna til að ferja fólk á milli staða þar sem nánast enga leigubíla var að fá vegna ófærðar. Björgunarsveitir voru kallaðar út og hafa þær verið að störfum frá klukkan fjögur í nótt á höfuðborgarsvæðinu. Hafa þær sinnt yfir eitt hundrað verkefnum, samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu.

2 Comments:

At 9:14 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þetta fer bara að líta út eins og í gamla daga þegar að við vorum pjakkar að leika okkur þarna í götunni.

Hérna er ég í 10° hita í Stokkhólmi og langar heim í snjóinn.

Bið að heilsa öllum heima og úti í Ástralíu
Kær kveðja, Einar

 
At 4:30 e.h., Blogger Gunna Steina said...

Sæll Einar!
Já, það vantaði einhverja góða í snjókastið. Nú hefur hlýnað aðeins og eru komnar kjörnar aðstæður til að "teika".
Bið að heilsa ykkur þremur þarna í Stokkhólmi.

Kveðja

Guðrún

 

Skrifa ummæli

<< Home