Vetur í Bugðutanganum
Nú er kominn vetur í Bugðutangann. Það er búið að snjóa þó nokkuð. Þetta er fyrsti snjór vetursins og þess vegna er gósen tíð hjá hjólbarðaverkstæðunum. Hvorki Ventoinn eða Ponyinn eru komnir á neglda. Ponyinn fær því að hvíla sig þar til kemur þýða á miðvikudaginn. Sagnfræðingurinn lætur sig hafa það að þeysast um á Ventonum á sléttum dekkjum. En Gunna Steina prófaði í fyrsta skiptið í dag að fara í bæinn með nýrri leið númer 15. Það var bara mjög þægileg ferð. Hún skrapp niður í Básenda að skoða nýja húsið hjá Hans og Helgu. Hans var á fullu að rífa inn úr efri hæðinni og henda út. Þar ætla þau að breyta herbergja skipan. Á miðhæð eru stofur, eldhús, gestaklósett og þvottahús. Niðri er stór 3ja herbergja íbúð. Myndir á myndasíðu.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home