Haust í Bugðutanganum
Það er komið haust í Bugðutanganum. Gljámispillinn er orðinn hárauður og fallegur. Það er samt ekki orðið neitt kalt enda hefur rignt mikið. Í garðinum hefur ripsið sprottið ótrúlega mikið og vínbóndinn er búinn að tína heil óskup og er farinn að leggja í ripsberjavín. Samt er enn hellingur eftir á trjánum. Stiklisberjarunninn svignaði undan stikilsberjunum en Gunna Steina er búin að tína um 4 kíló af honum. Inge mun fá megnið af þeim eins og fyrri ár. Geir fannst stikilsberjagrautur mjög góður en nú getur hún ekki eldað graut fyrir hann meira. En hún sagði samt á fimmtudaginn að hún vildi miklu frekar fá stikilsber heldur en blóm þannig að Gunna Steina á eftir að fara með berin til hennar við tækifæri. Það er táknrænt að í síðasta skipti sem Gunna Steina sá Geir á lífi var einmitt við stikilsberjarunnann sem snýr út að húsinu hennar Mörtu á móti en þangað voru þau Inge að fara í mat viku áður en Geir dó.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home