Allir dagar í Kjarna verða “flöskudagar”
Ríkið í Mosó er að færa sig um set yfir götuna. Mánudaginn 12. september opnar hin nýja stór glæsilega verslun ÁTVR við hliðina á Bónus á neðstu hæðinni í Kjarna. Undanfarnar vikur hafa iðnaðarmenn verið sveittir við að innrétta nýju verslunina og nú síðustu daga hafa viðskiptamenn Bónus og Bónusvídeó heyrt sérkennilegan flöskuglamur þegar þeir hafa átt leið fram hjá plássinu næst rúllustiganum þar sem Ótrúlegabúðin var eitt sinn til húsa. Ástæðan fyrir þessu hljóði er sú að sveit manna hefur unnið hörðum höndum við að raða flöskum í hillur. Nú er allt að verða klárt fyrir opnunina. Starfsmenn á Bæjarskrifstofunum hafa beðið spenntir eftir því að verða boðnir í opnunargillið en hafa nú gefið upp vonina að eitthvað slíkt verði á döfinni. Sjálfsagt opnar búðin bara á tilsettum tíma án nokkurrar veislu. Þó er hugsanlegt að fyrsti viðskiptavinurinn fái einhver verðlaun. Þess vegna gæti verið klókt að standa í startholunum kl. 14 á mánudaginn þegar verslunin opnar og vera tilbúinn að krækja sér í svo sem eina kippu af bjór og eina hvítvínsflösku og athuga hvort varningurinn fæst ókeypis.
2 Comments:
Hver er svo sem tilgangurinn með því að flytja sig yfir götuna. Ok, kannski fleiri bílastæði. En er það þess virði?
Helga
Ætli það sé ekki verið að reyna að lífga Kjarnan við sem mest.
Skrifa ummæli
<< Home