sunnudagur, september 18, 2005

Sunudagskaffi í Bugðutanganum


Í dag komu Snorri, Rósa og stelpurnar í heimsókn. Sturla, Auður, Viktor og Guðrún Jóna komu líka. Boðið var upp á vöflur, vínarbrauð, brauð og osta og Auður kom með brauðrétt úr afmæli Viktors. Mikið fjör var hjá krökkunum. Nokkrir slappir geitungar höfðu villst inn í húsið og þurfti að koma þeim út. Sigurrós var á vappi en var vör um sig þegar krakkarnir vildu við hana tala. Gömlu leikföngin voru dregin fram og Rúnu litlu fannst mjög gaman að láta dýrin poppa upp. Snorri og Rósa fóru svo að skoða húsið í Krókabyggðinni en þau höfðu ekki komið þangað áður.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home