Svínarif með eftirmálum.
Í dag fóru Gunna Steina og sagnfræðingurinn út að borða í tilefni dagsins. Gunna Steina ákvað að leyfa sagnfræðingnum að fá uppáhaldsmatinn sinn að borða. Henni fannst ekki veita að hressa hann örlítið við. Þess vegna var Ruby Tuesday fyrir valinu en þar var einmitt á boðstólum matur sem sagnfræðingnum hafði lengi dreymt um: svínarif amerikan stæl. Það er skemmst frá því að segja að sagnfræðingurinn fékk vænan skammt af svínarifjum og tilbehör svo ekki sé meira sagt sem hann lét ekki eftir sér liggja að sporðrenna. Hins vegar brá svo við að svínarifin fóru ekki vel í maga og var sagnfræðingnum ómótt það sem eftir lifði dagsins. Var það svo slæmt að honum fannst ástæða til að hringja í Ruby Tuesday og kvarta yfir matseldinni og þá er mikið sagt. Fékk hann samband við kokkinn sem skýrði út eldamennskuna. Samkvæmt matseðlinum eru þetta: “Bestu rifin í bænum! Elduð af mikilli alúð og smurð með alvöru Ruby Tuesday BBQ-sósu.” Samkvæmt upplýsingum kokksins eru svínarifin elduð og síðan geymd þar til viðskiptavinurinn birtist. Þá eru þau hituð upp og mökuð í BBQ sósu. Stór skammtur er seldur á 2.500 krónur sem lúxus fæða. Gunna Steina pantaði sér hamborgara sem var hálf hálfhrár. Það er óhætt að segja að ef þau Gunna Steina og sagnfræðingurinn eiga eftir að fara út að borða í framtíðinni mun veitingastaðinn Ruby Tuesday ekki verða fyrir valinu.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home