Komin Til Ástralíu
Jæja, þá er ég komin á leiðarenda. Sit hérna í Gallipolistreet við tölvuna hennar Helgu. Ég er búin að passa Orra litla í morgun meðan Helga fór til læknis sem hún átti tíma hjá. Það var gaman að fá að kynnast gaurnum aðeins. Ég er aðeins búin að líta út. Það er frekar heitt og molla. Gæti trúað að það væri 30 stig. Gróðurinn og loftslagið minnir á staðinn þar sem ég bjó í Bandaríkjunum. Enda er þetta á svipaðri breiddargráðu nema nú er ég á suðurhveli.
Það er ekkert smá vesen að komast inn í Ástralíu. Miklar yfirheyrslur við vegabréfaskoðun og þvílíkt mál að fara í gegnum tollinn. Það þarf að svara ótal spurningum um farangurinn og borgar sig að segja rétt frá annars á maður á hætti að fá háa sekt. Allur farangur er settur í gegnumlýsingu og ef eitthvað grunsamlegt sést þá er taskan opnuð. Ég var með smá harðfisk með mér og sælgæti og lét vita af því. Ég þurfti því a fara í gegnum rauða hliðið. Þetta var löng bið. Þarna voru jafnvel heilu fjölskyldurnar frá Asíu með nesti með sér sem var gert upptækt. Ég komst í gegn með minn farangur en þetta tók óralangan tíma. Þau Helga, Ben og Orri biðu þolinmóð eftir mér en voru samt farin að verða hrædd um að ég hefði lent illa í tollurunum.
En það var gaman að koma fram fyrir og hitta þau loksins. Þarna urðu miklir fagnaðarfundir og fylgdust margir flugstöðvargestir með því drama með tá í augum. Vi keyrðum síðan heim til þeirra á Gallipolistreet þar sem þau búa mjög huggulega. Helga var mjög glöð og spennt að sjá alla pakkana sem ættingjar vinir sendu með mér. Þetta var nú heldur ekkert smá farangur. Tíu kíló í yfirvigt. Hún er ekki búin að opna pakkana. Það býður þar til Ben kemur heim úr vinnunni í dag. En klukkan var orðin mjög margt þegar hann loksins komst í rúmið vegna þess að vélin lenti ekki fyrr en kl. 23:30.
3 Comments:
Hæ hæ. Frábært að sjá hvað ferðalagið hefur gengið vel. Ég hugsaði mikið til þín seinni partinn í gær (fimmtud) um það leyti sem ég vissi að þú myndir lenda í Ástralíu. Njóttu þess nú í botn að vera hjá þeim. Kveðja til þeirra.
Hrafnhildur.
Gunna mín. Mikið er gaman að geta fylgst með þér. Hlakka til að heyra meira. Bið að heilsa öllum. Þín vinkona
Kristín
Sæl Hrafnhildur!
Já, það er alveg ótrúlegt að vera komin svona langt í burtu og æðislegt að vera komin til litlu fjölskyldunar hinum megin á hnettinum. Ég vona að allt gangi vel í vinnunni.
Bið að heilsa
Guðrún
Sæl Kristín mín! Gaman að fá kveju frá þér. Bið a heilsa stelpunum ef þú heyrir í þeim.
Kveðja
Gunna
Skrifa ummæli
<< Home