mánudagur, október 30, 2006

Allt gott að frétta frá Ástralíu



Hér sól og hiti alla daga. Á föstudaginn fórum við Helga í göngutúr með barnavagninn. Fórum í búðir hér skammt frá. Umhverfið er mjög skemmtilegt. Húsin eru flest einbýlishús og gróðurinn hávaxnar rósir, blómstrandi tré, pálmatré og stórar furur. Hér í garðinum hjá þeim Helgu og Ben eru bæði appsínu- og sítrónutré. Þannig að það er stutt fyrir Helgu að ná í sítrónu í svaladrykkinn. Hér er líka ansi mikið af skordýrum.
Á laugardaginn fórum við í bíltúr um bæinn og niður á strönd þar sem við fengum okkur að borða. Á sunnudaginn fórum við að skoða sædýrasafn þar sem ótal tegundir af fiskum, risaskjaldbökum og hákörlum sveima um í fiskabúrum af öllum stærðum. Þau Helga og Ben fóru síðan með mig í bíltúr um Perth og sýndu mér ýmsa staði eins og sjúkrahúsið þar sem Helga lá á og Orri fæddist. Húsið þar sem Ben vinnur og völlinn þar sem hann leikur fótbolta. Og svo sýndu þau mér staðinn þar sem þau kynntust þremur vikum eftir að Helga kom til Ástralíu í fyrra.
Í dag mánudag komu foreldrar Bens úr ferðalagi til Tasmaníu og kom hingað í Gallipolistreet. Þetta eru mjög viðkunnaleg og hress hjón sem höfðu frá mörgu að segja úr ferðalaginu.
Bestu kveðjur til allra.

3 Comments:

At 5:36 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sæl Gunna mín,
Ég var að tala við mömmu, þau fara út á flugvöll á hádegi á morgun, til Kanarí eins og þú veist. Ég spurði hana hvort hún hefði frétt eitthvað af þér og mundi þá eftir blogginu þínu og sagði henni að ég gæti eflaust sagt henni fréttir af þér. Ég las fyrir hana allt sem þú varst búin að skrifa og var hún mjög ánægð með það. Hún bað mig að skila góðri kveðju til ykkar allra. Ég talaði fyrst við pabba, hann er mjög spenntur og sagði mér enn einu sinni hvað ginið kostaði á Kanarí.

Það var gaman að sjá myndirnar af ykkur. Þeir eiga fallegar strendur Ástralarnir.

Já, Singapore airlines er nú með aðeins hærri standard en Icelandair. Er það ekki eitt besta flugfélag í heimi? Það væri gaman að ferðast með þeim.

Jæja Gunna mínn, hafðu það gott og njóttu tímans hjá litlu fjölskyldunni og passaðu þig á sólinni. Ég bið að heilsa ykkur öllum.
Sigrún systir.

 
At 7:30 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

SÆL GUNNA MIN!

GAMAN AÐ GETA FYLGST MEÐ ÞÉR Í ÁSTRALÍU MAÐUR ER NÚ BARA AÐEINS AÐ UPPLIFA ÞETTA ALLT MEÐ ÞÉR HITTA´LITLU FJÖLSKYLDUNA OG ALLT SAMAN SVO SPENNANDI.gANGI YKKUR ALLT Í HAGINN OG NJÓTIÐ SAMVERUNNAR.

KVEÐJA SIGGA ÞRÁINS

 
At 9:07 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hi Gunna.
Gaman að heyra frá þér. Hvað er að frétta af Orra litla.
Var að koma frá Köben í nótt. Var að hitta dætur Siggu systur.Þetta var alveg yndirleg ferð.
Held áfram að fylgjast með.
Þín vinkona Kristín Magg.
PS: Vona að þetta komist til skila.

 

Skrifa ummæli

<< Home