sunnudagur, janúar 08, 2006

Umhleypingar


Í morgun var snjór í Bugðutanganum. Það var vel hægt að búa til engla í snjónum. En síðdegis var komin helli rigning og snjórinn á bak og burt. Gunna Steina skrapp austur fyrir fjall í dag með Helgu Haralds, dóttur hennar og tengdasyni, til að taka formlega við bústaðnum í Vaðnesi. Það var leiðindarveður á Hellisheiði, snókoma og hálka og einn jeppi lá á hvolfi utan vegar.
Steini fór í gærmorgun til Akureyrar að keppa í íshokkey. Þeim gekk vel og unnu leikinn og fóru aftur suður um miðnætti. Gunna Steina sótti þá Emil klukkan rétt fyrir 5 að morgni út á Essóplan þar sem rútan stoppaði og hleypti þeim félögum út ásamt hafurtaski.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home