sunnudagur, ágúst 28, 2005

Í túninu heima

Undanfarna daga hefur staðið yfir menningarhátíð í Mosó undir yfirskriftinni: “Í túninu heima.” Á fimmtudagskvöldið fóru Gunna Steina og sagnfræðingurinn á tónleika í bókasafninu en á þeim lék bæjarlistamaðurinn Símon Ívarsson á gítar. Þegar Gunna Steina var að labba heim úr vinnunni á föstudaginn var kaffihúsastemmning við leikhúsið. Þar utandyra spiluðu Gildrumenn lög Creedence Clearwater Revival við góðan róm viðstaddra sem dilluðu sér í takt við tónlistina. Á laugardeginum var stanslaus dagskrá m.a. íþróttakeppnir, söngvakeppni, dans og varðeldur. Á sunnudeginum fóru Gunna Steina og sagnfræðingurinn ásamt Svönu, gömlu vinkonu Gunnu Steina, á tónleika í Lágafellskirkju en á þeim spiluðu og sungu systkinin KK og Ellen Kristjánsdóttir ásamt Eyþóri Gunnarssyni. Hápunktur menningarhátíðarinnar hefur þó án efa verið pylsupartý þeirra Sturlu og Valda sem haldið var á föstudagskvöldið í Kiwanishúsinu “í túninu heima” hjá Ragnheiði Ríkharðs. Þar skemmti tveggja manna hljómsveit gestunum og aðalnúmer kvöldsins var að afmælisbörnin tróðu upp enda ekki hægt að halda svona partý án þess að Skúli sé tekinn. Gestirnir tóku vel undir því flestir Mosfellingar á ákveðnum aldri þekkja að sjálfsögðu hann Skúla með röndóttan skalla.

2 Comments:

At 10:53 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sorglegt að hafa misst af ammælinu! Var Ragnheiði boðið?

 
At 4:32 e.h., Blogger Gunna Steina said...

Ragnheiði held ég að ekki hafi verið boðið frekar en Gunnu Steinu en hún vissi af pylsupartýinu og leist ekki illa á að hafa það í nágrenni við sig. Henni fannst líka veitingarnar vera vel við hæfi: "Þetta var það sem þessir strákar borðuðu í Gaggó og hvað ætti þeir að vera að bjóða upp á eitthvað annað."

 

Skrifa ummæli

<< Home