þriðjudagur, ágúst 23, 2005

Leið 15 - Hraðferð: Mosó - Hlemmur - Vesturbær


Ekki alls fyrir löngu var tekið í notkun nýtt strætisvagnakerfi í Reykjavík Tilgangurinn með því er að sjálfsögðu að bæta þjónustuna og byggir nýja kerfið ekki síst á því að hafa akstursleiðirnar hnitmiðaðar og beinastar þannig að vagnarnir séu fljótir í förum. Í þeim tilgangi hafa á mörgum stöðum verið búnar til aðreinar á aðalgötunum fyrir strætisvagnana og stoppustöðvarnar verið færðar þangað. Sem dæmi má nefna að leið 15 úr Mosfellsbæ fer nú ekki bara niður á Ártún heldur keyrir beinustu leið frá Reykjum niður að Varmárskóla, síðan í gegnum nýja vesturhverfið og út á Vesturlandsveg. Þaðan áfram niður Ártúnsbrekku og á Grensás. Síðan eftir Suðurlandsbraut að Hlemmtorgi og eftir Snorrabrautinni og Hringbrautinni að Njarðargötu. Síðan eftir Njarðargötunni út á Þorragötu rétt hjá Eggertsgötu og þaðan upp á Suðurgötu og inn á Hjarðarhaga. Fer svo á smá rúnt um vesturbæinn og endar á Meistaravöllum þar sem hin endastöðin er. Ekki eru þó allir sáttir við þessa breytingar. Það líður ekki sá dagur eða ekki sé að minnsta kosti eitt lesendabréf í dagblöðunum frá fólki sem ónægt er með þær. eru þar eldri dömur í miklum meirihluta. Sem dæmi má taka bréf frá "Tveimur aldurhnignum" undir fyrirsögninni:" Herfileg mistök" sem skrifað er af tveimur vinkonum frá barnæsku sem nú eru komnar hátt á níræðisaldur og býr önnur í Vesturbænum og hin í Austurbænum. Önnur lærbrotnaði í fyrra og á erfitt með gang en hin er afleit í baki. Nú er í einu vetfangi búið að fjarlægja biðskýlin í götunni og þeim allar bjargir bannaðar og þær geta ekki lengur heimsótt hvor aðra. Erfitt er að gera öllum til hæfis en Gunna Steina fær ekki séð annað en hér sé um að ræða frábæra samgöngubót fyrir Mosfellinga alla vega enda tekur forstjóri Strætó, sem er Mosfellingur, strætó í vinnuna á morgnanna eftir leikfimi hjá Toppformi og sundsprett í Varmárlaug. Ef Mosfellingar vilja fara í bíó eða á synfóníutónleika taka þeir bara vagninn í Háskólabíó og ef þeir ætla á djammið fara þeir með strætó í bæinn. Gunna Steina er einnig sannfærð um að þær vinkonurnar úr Mosfellsbæ, sem eitt sinn héldu uppi föstum áætlunarferðum milli Mosó og Háskólans og Eggertsgötu taki undir þessa skoðun.

2 Comments:

At 10:43 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Gunna Steina!
Ég er mjög ánægð með leiðarkerfi SVR við Rúna litla tökum strætó á hverjum degi til að sækja Viktor í skólann, svo fáum við alltaf skiptimiða sem gildir í allavega klukkustund, þá er nægur tími til að sækja Viktor labba upp í Kjarna, fara á Bókasafnið, versla og jafnvel fara í bankann og svo bara heim eða skella sér í bæinn.
Viktori finnst fátt skemmtilegra enn að fara í strætó og leið 15 stoppar einmitt á Miklubraut þar sem leiðin liggur beint í vinnuna til Sturlu eða næsta stoppistöð sem er rétt hjá Hlíðó.. Við erum mjög ánægð með leiðarkerfi SVR. kær kveðja Ausa

 
At 1:06 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Tek að ofan fyrir nýja kerfinu!

 

Skrifa ummæli

<< Home