Gunna Steina lasin
Gunna Steina er búin að vera í sumarfríi þessa viku og er svo "ljónheppin" að verða lasin og er búin að liggja nær alla vikuna. Reyndi þó aðeins að taka til hendinni í dag en úthaldið var ekki mikið. Verður þó vonandi orðin hressari á morgun en þá ætlar hún að passa Rúnu litlu og Viktor meðan foreldrarnir eru í brúðkaupi en það virðist vera í tísku hjá Mosfellingum á ákveðnum aldri að gifta sig um þessar mundir. Það sem hefur verið að hrjá Gunnu Steinu er slæmt kvef og þá er nú gott að geta slegið yfir sig gömlu, grænu, Eyja slánni og látið sig dreyma um að vera kannski bara að fara bara kannsi út til Eyja.... eða eitthvað annað!! Helst bara að versla á icebarnum!!
Annars stóð til að vera með heljar mikla Eyja hátíð í Bugðutangabotlanganum í kvöld. En það var blásið af vegna veðurs sem var ekta Eyja veður rok og rigning. Það var lítill undirbúningur af þessari Bugðutangabotlangahátíð. Það kom bara inn um bréfalúguna í gær óundirrituð tilkynning um grillpartý kl. 20. Síðan kom maðurinn hennar Baddýjar og Páll Helgason og bönkuðu upp á og sögðu að þetta urði að bíða betri tíma. Endurskoðandinn stóð í humátt álengdar. Þetta hlýtur að verða mjög mikið fjör þegar af þessu verður.
1 Comments:
Hananú! Eru flest allir útlendingar bara farnir að vera fluglæsir í íslensku. Ætli Benni brain sé farinn að auglýsa "þýtt yfir á ensku" heimasíðuna. Þvílík hneisa!
Skrifa ummæli
<< Home