Í Kaldbaksvík
Ekki ýkti Helga Haralds neitt um Kaldbaksvíkina. Þar er yndislegt að vera. Stórbrotið landslag, fugla- og dýralíf, sjávarniður og margt skemmtilegt hægt að gera. Þorsteinn fékk að fara út á sjó og veiddi stóran þorsk sem dugar í nokkrar máltíðir. Hann lærði líka að spila vist og fannst mjög gaman. Við fórum í bíltúr í Veiðileysifjörð, Djúpuvík, Gjögur, Trékyllisvík og Norðurfjörð. Fórum í sund í Krossnesi í Norðurfirði í sundlaug sem er niður við sjóinn. Veðrið hefði mátt vera betra. það var skýjað og frekar þungt og síðan fór að rigna. Við sváfum í tjaldi og það fór mjög vel um okkur. Fengum heimsókn af rollum en minkurinn, sem er með greni rétt hjá, lét sem betur fer ekki sjá sig. Helga Haralds fær bestu þakkir fyrir að bjóða okkur með sér norður í ættarsetrið. Myndir úr ferðinni má sjá í Myndaalmbúmi til hliðar.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home