Innipúkar
Þeir Steini og Friggi ætla ekki að fara neitt um verslunarmannahelgina. Þeir eru innipúkar. En það er líka hægt að halda Þjóðhátíð heima á pallinum í Bugðutanganum. Þangað mætti Steini með gítarinn og Friggi með bjór og snakk og þarna voru tekin góðu gömlu þjóðhátíðar og eyjalögin með stæl.
Steini sér að vísu eitt gott við þessa heimatilbúnu útihátíð að Friggi er búin að lofa honum að fara með hann eitthvert upp til dala um helgina og leyfa honum að prófa að keyra. Löggan hefur í nógu að snúast um þessar mundir og er ekki að fylgjast með slíkum smámunum enda vita sjálfsagt aðeins Sturla og Helga hvar æfingaaksturinn mun fara fram. Það má líka vel vera að Gunna Steina drífi hann með í veiði í eitthvert nærliggjandi vatnið. Þó tæplega Hafravatn. Þar er nú varla bröndu að finna.
1 Comments:
Ég neita að trúa því að ég sé orðinn svona gráhærður. Þetta er hlýtur að vera sjónhverfing.
Skrifa ummæli
<< Home