föstudagur, ágúst 05, 2005

Sófasettið dæmt ónýtt.


Sagnfræðingurinn hafði um daginn samband við TM húsgögn og kvartaði yfir endingunni á flotta nýja ítalska leðursófasettinu. Verslunin brást vel við og sendi mann á vettvang. Það er skemmst frá því að segja að hann dæmdi sófasettið ónýtt. Sagði að sútunin væri misheppnuð. Verra væri að framleiðandinn væri farinn á hausinn. Kannski ekki að undra! Eigandi TM húsgagna hafði síðan samband og bauð sagnfræðingnum innleggsnótu upp á 120.000 kr. Það fannst honum of lítið enda kostaði settið 200.000 í fyrra þegar það var keypt. Þetta endaði með því að inn um bréfalúguna á Bugðutanganum kom umslag frá TM húsgögnum með innleggsnótu upp á 170.000 kr. Og sagnfræðingurinn má eiga gallaða sófasettið í þokkabót. Og nú er úr vöndu að ráða. Á hann að skella sér á nýtt sófasett og selja hitt fyrir slikk. Eða á hann að nýta fyrra settið lengur og bíða eftir því að TM húsgögn fara á hausinn þannig að innleggsnótan verði ónothæf?

2 Comments:

At 5:21 e.h., Blogger Gunna Steina said...

Það er aldrei að vita að maður skipti út öðru hvoru sófaborðinu. Ef ég hef tíma langar mig að breyta borðinu með speglunum og setja á það mósaaikflísar. En spurning er hvað gera á við brúna gallaða sófasettið. Gunna Steina

 
At 2:20 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Varstu ekki búin að fá þér rúm? Sefur þú á gólfinu? En það var einmitt það sem Sturla sagði þegar ég talaði um að selja það ódýrt: "Afhverju geymið þið það ekki fyrir Helgu?" En að senda það alla leið til Ástralíu, gallað sófasett. Ætli það myndi ekki kosta jafnmikið og flugfar fyrir eina manneskju fram og tilbaka.

 

Skrifa ummæli

<< Home