föstudagur, júlí 29, 2005

Kóngulærnar komnar á kreik



Nú er eins gott að Helga er farin langt í burtu vegna þess að nú er kóngulóatíminn kominn. Þessi miður fallegu en ljóngáfuðu skordýr eru búin að spinna vefi þvers og kurs bæði götumegin og garðmegin heima í Bugðutanganum. Hvíta fjúkið úr stóru öspunum er búið að breiðast um allt og festast í kóngulóavefjum og gera þá sýnilega. Ég var að hugsa um að taka garðslönguna og sprauta á þennan ófögnuð en bæði afi Olli og afi Steini sögðu: "Æ, leyfðu þessum greyjum að vera. Sérðu hvað þau eru búin að spinna ótrúlega flotta vefi".
En ég er nú að velta fyrir mér hvort það séu ekki líka kóngulær í Ástralíu!

1 Comments:

At 9:19 e.h., Blogger Gunna Steina said...

Já, mér hefur einmitt verið hugsað til þess að mín eigi eftir að finnast þokkalega mikið af skordýrum í Ástralíu þegar fer að hlýna.

 

Skrifa ummæli

<< Home