laugardagur, júlí 23, 2005

Nýtt look!




Steini ákvað að láta verða að því að breyta háralitnum. Hann var líka búinn að fá útborgað og hafði því efni á uppátækinu. Hársnyrtikonurnar á Pílus voru ekki mjög hressar með verkefnið en létu sig hafa það og tóku þetta í tveimur áföngum með tveggja daga milibili. Eftir fyrri áfangann var hárið smávegis gult en eftir seinni áfangann var það orðið grátt eins og að var stemmt. Ingibjörg eigandi Pílus jánkaði því aðspurð að þetta væri óvenjulegt verkefni. Algengara er að hún fái kúnna sem óska eftir að láta lita gráu hárin. En þetta tókst vonum framar og Steini er ánægður með útkomuna. Sagnfræðingurinn saup hveljur yfir eyðslunni og fussaði smávegis og sveiaði að vana.
Það er annað af Steina að frétta að hann tók þátt í söngkeppninni Vinnuskóla´dól 2005 sem Landsbankinn stóð fyrir í sumar. Keppnin fór fram í Bólinu fyrir skemmstu og mættu aðkomumenn á staðinn með kammeru. Samkvæmt auglýsingu þá var afraksturinn tekinn upp og fluttur á FM 957 og sýndur á Popptíví. Popptíví mun hins vegar vera hætt útsendingunum. Aðeins tíu Mosfellingar lögðu í að taka þátt og sungu vinnuskólalagið og var Steini í þeirra hópi. Honum gekk "ekkert svo vel" að eigin sögn en það var alla vega áskorun fyrir hann sjálfan að taka þátt og fær hann hrós í hnappagatið fyrir viðleitnina. Gangi honum bara betur næst!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home