laugardagur, apríl 28, 2007

Listamenn í fjölskyldunni

Það leynist margur listamaðurinn í fjölskyldunni. Steini, sem byrjaði í Borgarholtsskóla síðast liðið haust, hefur ákveðið að færa sig af náttúrusviði yfir á listasvið enda stefnir hann á að verða tónlistarmaður. Hann tók myndlistaráfanga á vorönn og kom í gær heim með stærðar málverk. Verkefnið var að ná persónusköpun og sé ég ekki betur en að vel hafi tekist til bæði við málunina og að ná sterkum áhrifum við persónusköpunina. Myndbyggingin er líka góð. Það styrkir myndina að hafa stóran myndflöt fyrir framan manninn og að hafa hann ekki á miðri mynd eins og margir byrjendur myndu gera.

1 Comments:

At 10:47 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Mjög flott mynd :)

 

Skrifa ummæli

<< Home