Með Grayhound rútu á Super 8 mótel í North Bergen, New Jersy
Þá erum við komin á Super 8 mótelið í New Jersy, sem Hans og Helga mæltu með, gegnt Manattan og Empire State byggingin blasir við. Herbergið er mjög stórt, með tveimur tvíbreiðum rúmum, sófa, útskornum borðstofuskáp, borðstofuborði með fjórum stólum, skrifborði og fatahengi fyrir utan baðherbergið sem er með baðkari. Samt greiðum við miklu minna fyrir nóttina hér en í Washington. Inn um gluggann berst umferðargnýr frá bílum sem eru á leiðinni til og frá Manhattan í gegnum Lincolnjarðgöngin undir Hudsonána. En við erum vel vopnum eyranrtöppum þannig að það ætti ekki að saka.
Okkur líst mjög vel á okkur hérna. Við fórum í göngutúr í nágrenninu eftir að við komum og kíktum aðeins inn í búðir eins og Old Navy en það er fullt af búðum hér í næsta nágrenni. Síðan fórum við að fá okkur að borða á vetingastaðnum Diners, sem Hans mælti með. Að sitja þar inni var eins og að hoppa tilbaka til rocktímabilsins og ekki hefði það komið okkur á óvart ef sjálfur Elvis Presley hefði stokkið fram á gólfið ljóslifandi.
Í kvöld höfum við síðan tekið það rólega og undirbúið ævintýri morgundagsins.
Í morgun kvöddum við flotta Marriott Metro Center, 4 stjörnu hótelið í Washington, með söknuði. Hávaxni dyravörðurinn þeldökki í rauða skósíða frakkanum með hattinn kallaði fyrir okkur á leigubíl með því að flauta hvellt úr flautu sem hann dróg upp úr vasa sínum. Leigubílinn ók okkur á Grayhoundrútubílastöðina. Þar stigum við inn í aðra veröld og okkur varð ljóst að “millar”, sem gista á flottu hóteli, ferðast ekki með rútu. Það er bara sauðsvartur almúginn, í orðsins fyllstu merkingu, sem gerir það. Málið er að það hefði kostað okkur 30.000 að fara með lest til Newark, New Jersy, en kostaði bara 8.000 með rútunni. Kannski var dýrara vegna þess að þetta var Pálmasunnudagur og margir á farandsfæti. Alla vega fannst mér þetta vera helst til of mikill munur. En við sáum ekki eftir þessu þó að ferðin tæki fimm tíma. Þetta var mikil upplifun. Á rútustöðinni vorum við í fyrstu mjög vör um okkur en sáu að það var óþarfi. Húsnæðið var vaktað vökulum augum af lögregluþjónum sem fylgdust grannt með öllu. Þarna voru allir líka mjög spakir. Ferðafélagar okkar í rútunni voru flestir annað hvort þeldökkir eða af spönskum uppruna. Þarna var maður á miðjum aldri sem sat og las upphátt í Nýja textamentinu á spönsku. Ekki var þó sessunautur hans mikið að hlusta. Það var ungur svartur piltur með litlar fléttur. Hann var með heyrnartól í eyrunum og var án efa að hlusta á rabbtónlist. Þarna var líka ung stúlka sem masaði mest alla leiðina í símann. Svo voru það eldri hjónin, mama og papa, sem voru kvödd af mikilli innlifun á rútstöðinni af dætrunum þremur. Papa var greinilega sjúklingur og passaði mama vel upp á hann. Hún var Friðrik óskaplega þakklát þegar hann skreið inn í farangursrými rútunnar, eftir komuna til Newark, og náði í töskuna þeirra. „God bless you my friend” sagði hún með hræðri röddu. Bílstjórinn aðstoðaði farþegana ekki við að ná í töskurnar. Á leiðinni stoppuðum við í nokkrum bæjum og borgum og tókum nýja farþega og aðrir fóru. Sums staðar keyrðum við framhjá flottum húsum en á öðrum stöðum í gegnum ömurlega niðurnýdd hverfi. Þegar við nálguðumst Newark fór umferðin að verða ansi hröð og umferðamannvirkin mikil og stórkostleg. Þá blasti Manhattan líka við með skýjakljúfunum og Empire state. Við tókum leigubíl frá Newark til hótelsins. Vorum heppin að fá mann sem rataði og keyrði rakleiðis í gegnum allar flækjurnar. En hann ar var um sig. Friðrik fannst hann vera í bíómynd. Hann ætlaði að setjast í framsætið, eins og fjölskyldufeður gera gjarnan heima á Íslandi þegar þeir fara í leigubíl, en það stóð ekki til boða. Bílstjórinn var velvarinn með skilrúmi frá farþegunum. Á leiðinni var hann við og við að líta eldsnökkt tilbaka til að tékka á farþegunum og athuga hvort þeir hefðu nokkuð illt í huga.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home