þriðjudagur, apríl 03, 2007

Steini keypti nýjan rafmagnsgítar á Manhattan


Það er ótrúlega heimililegt morgunveðarborðhaldið á Super 8. Ef maður mætir á mesta anna tímanum þá borðar hver um annan þveran og þetta er standandi borðhald í orðsins fyllstu merkingu. Á Marriott hótelinu í Washington var þjónað til borðs í morgunmatnum og við fengum matseðil. En á Super 8 þá borða allir í herbergi á stæð við meðal forstofu og flestir eru standandi. En þetta er samt bara mjög fínt miðað við verð. Standandi matstofan er hér beint fyrir neðan okkar stóra herbergi en það má ekki fara með matinn út af henni og við sem erum með þetta stóra borðstofuborð og stóla.
Í morgun fórum við í búðirnar hérna í nágrenninu í Union city. Þetta hverfi er sérstætt að því leyti að það er spænskumælandi að mestu. Stúlka, sem þjónaði okkur á Diners í gærkvöldi, sagði að enska væri hennar annað tungumál og þannig er um flesta hér í nágrenninu. Í kvöld borðuðum við á skyndibitastað handan götunnar. Það var eins gott að ég á að baki þriggja ára nám í spönsku því annars hefði ég tæplega skilið þegar pöntunin okkar var hrópuð upp: cuatro, nueve, uno... Ég hefði rifjað upp spönskuna áður en við fórum ef ég hefði vitað þetta en ég hélt að við værum að fara til Bandaríkjanna þar sem enska er töluð....
Hverfið hérna fyrir ofan er frekar gamaldags eins og maður sé kominn nokkra áratugi aftur í tímann. Í gærmorgun, þegar við gengum um og kíktum í búðir komu allt í einu þrír lögreglubílar með látum og króuðu af tvo sendiferðabíla í Bergenline Avenue. Við sáum að vísu ekki nógu vel hvað gerðist en þetta var eins og í bíó. Þá vissum við að við vorum í Ameríku!
Eftir hádegi fórum við niður á Manhattan. það er auðvelt að fá far þangað. Maður stígur út á gangstéttina fyrir framan hótelið og bíður smá stund þá koma litlar skutlur, stoppa og keyra niður á umferðarmiðstöðina á 42. stræti. Ferðin tekur aðeins um 5 mínútur. Á leiðinni fær maður rosa flott útsýni yfir Manhattan. Í gærmorgun, þegar Friðrik var orðinn leiður á búðarrápinu á mæðginunum í hverfinu fyrir ofan, labbaði hann heim á hótelið meðfram hraðbrautinni. Eitthvað var hann að sveifla höndum og skipti engum togum en að flutningabíll af stærstu sort stoppaði og hélt að hann væri að húkka far.
En þegar niður á Manhttan kom tók við að leita að Samash gítarbúðinni. Við höfðum gleymt að skrifa hana hjá okkur og héldum að við rötuðum. Við gengum eftir nokkrum strætum en settumst síðan inn á Planet Holliwood og fengum okkur að borða. Það er stórkostlegt veitingahús en sjálfsagt hefði Þorsteini fundist merkilegra að koma þangað fyrir nokkrum árum síðan. Þar komumst við í internet og gátum flett upp á heimilisfanginu af gítarbúðinni. Við gengum síðan upp á 48. stræti og þar eru gítarbúðir í röðum hver við hliðina á annarri. Það var merkilegt að við vorum búin að spyrja marga til vegar, fólk í búðum, þjónustufólk á Planet en enginn kannaðist við gítarbúð Samash. Sumir töluðu ekki ensku. Þetta sýnir hvað New York er stór. En það var mikið ævintýri fyrir Þorstein að koma inn í þessar gítarbúðir og fá að taka í nokkra gítara. Hann keypti sér síðan einn þeirra. Við fórum síðan með strætisvagni heim á hótelið aftur og um kvöldið borðuðum við á veitingastað hér handan götunnar en og fyrr sagði.

2 Comments:

At 7:57 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

þú átt að senda kallinn niður með bakkann og láta hann ná í morgunkaffið og glæsilega meðlætið,
svo borðið þið við fína borðstofuborðið!!!!!:)

 
At 8:09 e.h., Blogger Gunna Steina said...

Málið er að það stendur á skilti niðri að það sé bannað að fara með matinn út af kaffistofunni og við þorum ekki annað en að fara eftir reglunum.....;-)

 

Skrifa ummæli

<< Home