Á heimleið
Eftir fimm daga í Bandaríkjunum lá leið okkar heim á leið. Til að hafa varan á pöntuðum við leigubíl klukkan 10 miðvikudagsmorgun enda var rigning og umferðin virtist þung. Leigubilinn var samt fjótur í förum og um klukkan hálf ellefu voru við komin á Penn station í Newark, New Jersy. Lestin okkur átti að fara rétt fyrir eitt en okkur var boðið far með lest klukkutíma fyrr og þáðum við það. Klukkan var því orðin hálf þrjú þegar við komum til Baltimore, Washington, alþjóðaflugvallar. Á leiðinni stoppuðum við á nokkrum stöðum, Metropark, Trenton, Philadelphia, Whilmington og Baltimore.
Það var ekki hægt að tékka sig inn fyrr en kl. hálf fimm. Vélin átti að fara kl. Níu og vorum við komin út í hana tímalega. Þá var tilkynnt um seinkun vegna bilunar og biðum við í einn og hálfan tíma í vélinni þar til lagt var af stað til Ísland. Við lentum heim kl. 8 og biðu þá vélarnar til borga í Evrópu eftir farþegum úr okkar vél. Sigrún var t.d. að fara í flug til Amsterdam og var klukkutíma seinkunn á hennar vél fyrir vikið.
Tollararnir voru áhugasamir um gítarinn hans Þorsteins og báðum að sja kvittun. Það var ekki vandamálið. Við vorum með kvittun og gátum sýnt að hann kostaði bara 20 þúsund og því leyfilegt að koma með hann inn i landið án þess að borga toll.
Heim vorum við komin um 10 leytið og tók Sigurrós á móti okkur fagnandi.
Þetta var hin besta Ameríkuferð og held ég að við öll séum ánægð með hana og verður hún lengi í minni höfð.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home