Í skoðunarferð um New York
Í dag fórum við niður á Manhattan fyrir hádegi. Við vorum búin að kaupa okkur miða í rúturnar sem keyra á milli áhugaverðra staða og maður getur hoppað af og á. Við hófum ferðina frá Brodway og keyrðum m.a. framhjá Empire state byggingunni. Þar var ótrúlega löng röð af fólki að bíða eftir að komast upp. Við létum okkur nægja að berja bygginguna augum. Sjálf hef ég komið þangað upp en það er orðið nokkuð langt síðan. Ég var 21 árs. Áfram héldum við í gegnum Greewich willage, Soho, Kína hverfið og niður í fjármálahverfið. Þar stigum við út og gengum niður að Ground ciro. Svæðið er umgirt en þar á að byggja turn, Freedom tower, til minningar um þá sem létust í árásinni á tvíburaturnana 9. september 2001. Við héldum síðan áfram með vagni að bryggjunni þar sem siglt er út til Frelsisstyttunnar. Þar var rosalega löng röð. af fólki sem ætlaði í siglingu. Það er víst verið að laga Frelsisstyttuna þannig að maður kemst ekki inn í hana. Við létum okkur nægja að horfa á hana úr fjarlægð. Ég kom upp í hausinn á henni þegar ég var 21 árs. Við settumst inn á subwaystað og fengum okkur að borða en héldum síðan áfram með vagni. Keyrðum eftir Lower east side, sáum stóru brýrnar yfir til Brooklyn. Við keyrðum fram hjá byggingu Sameinuðu þjóðanna og síðan fram hjá Rockeveller center og Central Park og niður á Times square. Við hefðum getað tekið annan vagn upp vest side og inn í Harlem en töldum okkur ekki hafa tíma klukkan var orðin margt. Steini kíkti aðeins í búðir á leiðinni á strætóstöðina og keypti sér buxur og peysu.
Við tókum strætó tilbaka og fengum stórkostlegt útsýni í síðasta sinn yfir Manhattan eftir að við vorum komin New Jersymegin við Hudsonána. Þegar ég var búin að skila þeim feðgum heim á Super 8 skellti ég mér í búðirnar í grendinni, ToyRus, Old Navy og ýmsar aðrar hagstæðar verslanir. Þegar ég kom tilbaka voru þeir orðnir mjög svangir og farnir að velta því fyrir sér hvað myndi ske ef fararstjórinn myndi ekki skila sér. Í sjónvarpinu voru fréttir um konur sem fundist höfðu myrtar í New Jersy..... Feðgarnir vildu fara aftur á Carabian kjúklingastaðinn handan hraðbrautarinnar og lét ég það eftir þeim. Aftur kom spönskukunnátta mín að góðu gagni. Ég mundi að þrettán er trece á spönsku. Pantanirnar voru bara kallaðar upp á spönsku enda aðeins spönskumælandi viðskiptavinir á staðnum fyrir utan okkur.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home