Margt að sjá í Washington
Það var 17 stiga hiti í Washington þegar við komum í gær og ekki hefur verið kaldara í dag. Það var glaða sólskin og heiðskýrt þannig að við erum orðin vel útitekin. Það er komið vor hérna og búið að planta sumarblómunum. Við fórum í skoðnarferð um miðborgina. Sáum Hvíta húsið, minnismerki um þá Georg Washington og Abraham Lincoln. Einnig minnismerki um seinni heimstyrjöldina, Kóreu- og Víetnamstríðin. Við kíktum í Macy´s en þar er útsala sem stendur. Við erum dauðþreytt eftir daginn og Friðrik skellti sér í innisundlaugina hér á hæðinni fyrir neðan. Þar er líka likamsræktarsalur, heitur pottur og sauna. Á eftir ætlum við að fara út að borða. Sjalfsagt verður eitthvað steikhús fyrir valinu vegna þess að Friðrik langar að prófa ekta ameríska t-bone steik.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home