Í Danmörku
Það er alltaf æðislegt að koma til Danmerkur. Í þessari ferð var veðrið hreint frábært alla dagana en kannski helst til of heitt. Við leigðum ótrúlega flott hús í Næsby ved Stranden á Sjállandi. Gistum á herragarðinum Skröbelevgård á Langalandi og í gamla skólanum í Majbølle á Lollandi sem búið er að breyta í frábært, heimilislegt gistiheimili. Okkur fannst sérstaklega fallegt við Svendborg á Fjóni, á eyjunni Tåsingen og á Langalandi. En hápunktur ferðarinnar var þó að koma til Nørre Tvede til systranna Tove og Jytte. Þær kunna svo sannarlega að taka á móti gestum og bjóða upp á dæmigerðan danskan frokost og þar ræður danski húmörinn ríkjum.
Myndir úr ferðinni: http://public.fotki.com/gunnasteina/denmark/
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home