sunnudagur, júní 25, 2006

Í sumarfríi





Um helgina voru Gunna Steina og sagnfræðingurinn í sumarbústað í Vaðnesi og létu fara vel um sig í góðu veðri. Á laugardaginn keyrðu þau austur á Hellu og síðan upp að Gunnarsholti. Sagnfræðingurinn er að skrifa sögu landgræðslunnar var ekki úr vegi að koma að höfuðstöðvum Landgræðslu ríkisins og sjá með eigin augum uppgræðsluna og einnig örfoka land sem enn á eftir að sá í og ná tökum á. Veðrið var hið fegursta og keyrðu þau upp að Næfurholti sem er við rætur Heklu og þaðan yfir Ytri Rangá að Galtalækjarskógi og síðan niður Landssveit og Holt. Hekla var tignarleg en friðsamleg á að líta þó svo að hún eigi stóran þátt í eyðingu landsins á þessum slóðum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home