Jói og Jói Dóri
Í gær flutti inn í Krókabyggðina ungur maður að nafni Jóhann Halldór Jóhannsson. Jóhann Halldór, sem er kallaður Jói Dóri, er lifandi eftirmynd föður síns. Hann er aðeins stærri og er með blá augu en Jói pabbi hans er með brún augu. Jói er orðinn ansi slitinn og lélegur enda kominn nokkuð til ára sinna. En þeir feðgar eru í miklu uppáhaldi hjá systkinunum í Krókabyggðinni ekki síst Guðrúnu Jónu. Jói fylgdi syni sínum í þangað í gærkvöldi og heilsaði upp á fjölskylduna og fékk sér kaffisopa og kleinu.
2 Comments:
hannaðir þú Jóa á sínum tíma mamma eða fékkstu uppskriftina af honum einhvers staðar frá? Ef hann er þitt sköpunarverk þá er spurning um að fara að fjöldaframleiða og nota Jóa kannski sem persónu í barnabók!!!!
Helga
Ég fékk uppskriftina í dönsku blaði. En þetta er sniðug hugmynd hjá þér með barnabókina. Ég er nú líka búin að mála málverk af Jóa eins og þú mannst. Hugsanlega væri hægt að hanna annan aðeins öðruvísi. En það er seinlegt að handprjóna svona dúkkur upp á fjöldaframleiðslu. En það mætti vélprjóna.
Skrifa ummæli
<< Home