mánudagur, maí 08, 2006

Þá kom lítið kisugrey sem vildi komast inn!



Hún Sigurrós er ótrúleg. Hún er alltaf að fara út en svo vill hún komast inn aftur. Gott væri að hafa kattalúgu með strikamerki þannig að hún kæmist sjálf inn þegar hún vill, en ekki annar köttur, en ótrúlegt er að sagnfræðingurinn myndi samþykkja slíkar framkvæmdir eða skemmdir á útidyrahurðum fyrir einn kött. En hún Sigurrós kann að bjarga sér. Þegar hún vill komast inn þá teygir hún sig upp í gluggann á garðhurðinni. Gæist inn, klórar og mjálmar. Eða þá að hún stekkur upp á handriðið við útidyrahurðina og kíkir inn um gluggann á litla herberginu og athugar hvort þar sér einhver sem hleypir henni inn. Yfirleitt þarf hún ekki að bíða lengi og hún er mjög ánægð með þjónustuna.
En hún er samt pínu svekkt út af einu. Hún var að skoða bloggsíðuna hennar Helgu og sá myndina af fjölskyldumyndatöflunni á eldhúsveggnum. Það er engin mynd af henni þar.....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home