mánudagur, maí 01, 2006

Í verkamannavinnu 1. maí.



Í dag, á hátíðardegi verkalýðsins, hringdi Sturla í bróður sinn snemma morguns, á Steina mælikvarða, og plataði hann til að koma til sín í Krókabyggðina að grafa holur. Þó að Steini sitji þessa dagana "sveittur við prófalestur" gaf hann sér tíma til þess að halda upp á daginn á þennan máta. Þeir bræður hömuðust við moksturinn og gekk svo mikið á að ein skóflan brotnaði. Veðrið var mjög breytilegt. Glaða sólskin og grenjandi rigning til skiptis. Tilgangurinn með mokstrinum er sá að Sturla og Auður ætla að fara að smíða timburvegg út við götuna sem væntanlega verður risinn í lok vikunnar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home