Fyrir norðan
Gunna Steina og sagnfræðingurinn lögðu land undir fót um síðustu helgi og fóru norður. Komu við á Hvammstanga í blíðskapar veðri þar sem Gunna Steina ljósmyndaði gömul hús í gríð og erg. Keyrðu síðan til Akureyri þar sem þau gistu í tvær nætur. Þar var orðið sumarlegt og allt í blóma. Annan daginn skruppu þau til Ólafsfjarðar að heilsa upp á ömmu og afa í Ólafsfirði. Þangað var sumarið enn ekki komið og þar var vetrarlegt á að líta.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home