sunnudagur, ágúst 27, 2006

Sumarbústaðaferð

Oft líður langt á milli að gömlu vinkonurnar á Laufásveginum og Bergstaðastrætinu hittist. En það er alltaf jafn gaman þegar það gerist. Fyrir skemmstu buðu þær Kristín Þórðar, Sigga og Ásta okkur hinum í skemmtiferð austur fyrir fjall að skoða sumarbústaðina sína. Fyrst var farið í bústaðinn hennar Ástu í Þrastaskógi. Hún bauð upp á osta, kex og smartan ananas drykk á nýja pallinum við bústaðinn í góðu veðri og sól. Síðan var haldið í Kerhraun til Siggu og nýji sumarbústaðinn hennar skoðaður. Þar var borðaður kvöldverður og skálað í hvítvíni. Síðast var komið við í ættaróðalinu hennar Kristínar Þórðar í Þrastarskógi og þar fengum við hressingu og létum fara vel um okkur í vinalegu umhverfi. Innilegar þakkir fyrir ferðina, stelpur. Góð vinátta er gulli betri.


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home