föstudagur, september 01, 2006

Háskólapían Gunna Steina


Í vor fékk Gunna Steina þá flugu í höfuðið að innrita sig í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri. Sú fluga er að vísu ekki ný af nálinni. Hún hefur verið á sveimi í ótal mörg ár en hefur alltaf verið beðin um að bíða af ýmsum ástæðum. En í lok ágúst mætti Gunna Steina norður á Akureyri á velgengisdaga við Háskólann á Akureyri í gallabuxum , leðurjakka og með nýju fartölvuna á öxlinni ásamt öðrum nýnemum og skrifstofustjóri viðskipta- og raunvísindadeildar sannfærði hana um að hún væri örugglega ekki aldursforsetinn í skólanum. Nú var ekki aftur snúið og er Gunna Steina búin að sitja undirbúningsnámskeið bæði í fjárhaldsbókhaldi og stærðfræði og er komin á fullt skrið í náminu. Hvernig gengur verður bara að koma í ljós en aðalatriðið er að hafa gaman af þessu. Þetta er áskorun og það er alltaf gaman að spreyta sig.

2 Comments:

At 3:42 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Go Gunna Steina!

 
At 3:43 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Go amma!

 

Skrifa ummæli

<< Home