Bíddu nú við..var ekki að koma vor?
Í gær var vorlegt og tréin byrjuð að springa út og krókusar og jafnvel páskaliljur líka en í morgun var vetrarlegt að horfa út um gluggann í Bugðutanganum. Það var kominn heilmikill snjór. Snjóðruðningstæki á fullu að moka snjóinn og nágrannarnir að moka tröppurnar. Gunnasteina hætti sér út i bakarí að kaupa rúnstykki með morgunkaffinu en hafði með sér göngustafi sér til halds og trausts. Í stígnum innst í Bugðutanganum var hann Bjössi á númer 42 með skóflu að moka á fullu. Hann sá fram á að stígurinn yrði ekki mokaður og fannst það lítið mál að ráðast í þær framkvæmdir.
2 Comments:
Hehe, fyndið að sjá ventóinn í stæði súkkunnar & ponysins!
Já, nú er búið að ýta aumingja ventónum til hliðar og hann verður að sætta sig við verri stað en nýi bílinn þó svo að hann sé búinn að þjóna fjölskyldunni í næstum tíu ár. Svona er nú farið með gamla fókið......
Skrifa ummæli
<< Home