sunnudagur, júlí 10, 2005

Nýir tímar

Áður fyrr voru skrifuð sendibréf manna á milli. Það var spennandi að bíða eftir póstinum og vita hvort hann kæmi með bréf. Síðan settist maður niður og svaraði hverjum og einum. Bréfin sem maður skrifaði voru ekki eins. Það var ekki sama hver átti að fá bréfið. Bréf til afa og ömmu voru settlegri en til vinanna. En nú eru nýir tímar. Fólk nennir ekki að skrifa mörg bréf. Það nennir aðeins að skrifa eitt bréf og bréfið er ekki einu sinni póstlagt. Það er sett á Netið þar sem hver sem áhuga hefur getur lesið það. Ég ætla því að fylgja nútímanum og skrifa bréfin mín á Netið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home