laugardagur, maí 26, 2007

Með strætó upp á Akranes


Vinkonurnar af Laufásveginum og Bergstaðastrætinu, sem haldið hafa hópinn frá því skömmu upp úr miðri síðustu öld, tóku sér far með strætó upp á Akranes á fimmtudaginn var. Þær mundu vel þá tíð þegar "Allir fóru með strætó og enginn með Steindóri......" og þegar það þótti kurteisi og sjálfsagður hlutur að standa upp fyrir fullorðnum í strætó.

Á Akranesi var kíkt í búðir og í versluninni Nínu þar sem Dorrit ku versla var mikið mátað og gerðu vinkonurnar mis mikil kaup. Sumar ekkert en aðrar ansi mikið. Sumar drífðu sig í Skrúðgarðinn á undan hinum og fengu sér bjór og kaffi. En ekki var þeim lengi til setunnar boðið því þær áttu pantað borð á veitingastaðnum Galito. Þar var snæddur góður matur og spjallað saman þar til síðasti vagninn í Mosó fór frá Akranesi um hálf tíu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home