Allt gott að frétta frá Ástralíu
Hér sól og hiti alla daga. Á föstudaginn fórum við Helga í göngutúr með barnavagninn. Fórum í búðir hér skammt frá. Umhverfið er mjög skemmtilegt. Húsin eru flest einbýlishús og gróðurinn hávaxnar rósir, blómstrandi tré, pálmatré og stórar furur. Hér í garðinum hjá þeim Helgu og Ben eru bæði appsínu- og sítrónutré. Þannig að það er stutt fyrir Helgu að ná í sítrónu í svaladrykkinn. Hér er líka ansi mikið af skordýrum.
Á laugardaginn fórum við í bíltúr um bæinn og niður á strönd þar sem við fengum okkur að borða. Á sunnudaginn fórum við að skoða sædýrasafn þar sem ótal tegundir af fiskum, risaskjaldbökum og hákörlum sveima um í fiskabúrum af öllum stærðum. Þau Helga og Ben fóru síðan með mig í bíltúr um Perth og sýndu mér ýmsa staði eins og sjúkrahúsið þar sem Helga lá á og Orri fæddist. Húsið þar sem Ben vinnur og völlinn þar sem hann leikur fótbolta. Og svo sýndu þau mér staðinn þar sem þau kynntust þremur vikum eftir að Helga kom til Ástralíu í fyrra.
Í dag mánudag komu foreldrar Bens úr ferðalagi til Tasmaníu og kom hingað í Gallipolistreet. Þetta eru mjög viðkunnaleg og hress hjón sem höfðu frá mörgu að segja úr ferðalaginu.
Bestu kveðjur til allra.