mánudagur, október 30, 2006

Allt gott að frétta frá Ástralíu



Hér sól og hiti alla daga. Á föstudaginn fórum við Helga í göngutúr með barnavagninn. Fórum í búðir hér skammt frá. Umhverfið er mjög skemmtilegt. Húsin eru flest einbýlishús og gróðurinn hávaxnar rósir, blómstrandi tré, pálmatré og stórar furur. Hér í garðinum hjá þeim Helgu og Ben eru bæði appsínu- og sítrónutré. Þannig að það er stutt fyrir Helgu að ná í sítrónu í svaladrykkinn. Hér er líka ansi mikið af skordýrum.
Á laugardaginn fórum við í bíltúr um bæinn og niður á strönd þar sem við fengum okkur að borða. Á sunnudaginn fórum við að skoða sædýrasafn þar sem ótal tegundir af fiskum, risaskjaldbökum og hákörlum sveima um í fiskabúrum af öllum stærðum. Þau Helga og Ben fóru síðan með mig í bíltúr um Perth og sýndu mér ýmsa staði eins og sjúkrahúsið þar sem Helga lá á og Orri fæddist. Húsið þar sem Ben vinnur og völlinn þar sem hann leikur fótbolta. Og svo sýndu þau mér staðinn þar sem þau kynntust þremur vikum eftir að Helga kom til Ástralíu í fyrra.
Í dag mánudag komu foreldrar Bens úr ferðalagi til Tasmaníu og kom hingað í Gallipolistreet. Þetta eru mjög viðkunnaleg og hress hjón sem höfðu frá mörgu að segja úr ferðalaginu.
Bestu kveðjur til allra.

föstudagur, október 27, 2006

Komin Til Ástralíu

Jæja, þá er ég komin á leiðarenda. Sit hérna í Gallipolistreet við tölvuna hennar Helgu. Ég er búin að passa Orra litla í morgun meðan Helga fór til læknis sem hún átti tíma hjá. Það var gaman að fá að kynnast gaurnum aðeins. Ég er aðeins búin að líta út. Það er frekar heitt og molla. Gæti trúað að það væri 30 stig. Gróðurinn og loftslagið minnir á staðinn þar sem ég bjó í Bandaríkjunum. Enda er þetta á svipaðri breiddargráðu nema nú er ég á suðurhveli.
Það er ekkert smá vesen að komast inn í Ástralíu. Miklar yfirheyrslur við vegabréfaskoðun og þvílíkt mál að fara í gegnum tollinn. Það þarf að svara ótal spurningum um farangurinn og borgar sig að segja rétt frá annars á maður á hætti að fá háa sekt. Allur farangur er settur í gegnumlýsingu og ef eitthvað grunsamlegt sést þá er taskan opnuð. Ég var með smá harðfisk með mér og sælgæti og lét vita af því. Ég þurfti því a fara í gegnum rauða hliðið. Þetta var löng bið. Þarna voru jafnvel heilu fjölskyldurnar frá Asíu með nesti með sér sem var gert upptækt. Ég komst í gegn með minn farangur en þetta tók óralangan tíma. Þau Helga, Ben og Orri biðu þolinmóð eftir mér en voru samt farin að verða hrædd um að ég hefði lent illa í tollurunum.
En það var gaman að koma fram fyrir og hitta þau loksins. Þarna urðu miklir fagnaðarfundir og fylgdust margir flugstöðvargestir með því drama með tá í augum. Vi keyrðum síðan heim til þeirra á Gallipolistreet þar sem þau búa mjög huggulega. Helga var mjög glöð og spennt að sjá alla pakkana sem ættingjar vinir sendu með mér. Þetta var nú heldur ekkert smá farangur. Tíu kíló í yfirvigt. Hún er ekki búin að opna pakkana. Það býður þar til Ben kemur heim úr vinnunni í dag. En klukkan var orðin mjög margt þegar hann loksins komst í rúmið vegna þess að vélin lenti ekki fyrr en kl. 23:30.

fimmtudagur, október 26, 2006

Singapore er sjuklega flott

  • Eg er ad rolta um a Singaporeflugvelli. Tad er allt svo flott herna. Flugid var lika meirihattar. Flogid var yfir Austur Evropu. Sidan nordur fyrir Svartahaf. Yfir Kaspiahaf, Afganistan og Indland. Herna er 35 stiga hiti. Flugid var alveg frabaert. Tad var svoleidis stjanad vid mann í bak og fyrir. Standlaust verid ad faera manni mat og drykk. Matsedill sem madur velur af. Sidan faer madur teppi, sokka, tvottaklut og tannbursta. Heita klúta til að hressa andlitið við fær maður tvisvar. Hvernig skyldi fyrsta farrými vera hjá Singaporeairlines?

miðvikudagur, október 25, 2006

Komin til London

Ta er eg komin til London og buin ad tekka mig inn hja Singaporeairlines. Eg var me[ allt of mikinn farangur, 30 kg. og turfi ad borga yfirvigt i Keflavik. En Singaporeairlines eru svo flottir ad eg turfti ekkert ad borga fyrir yfirvigtina. I Keflavik settist eg med fartolvuna i heitum reit eins og hinir bissnessmennirnir. En her er ekki alveg eins huggulegt og kosi. Eg er buin ad labba fram og tilbaka her i flugstodinni med farangurinn a kerru. For a milli terminala og er i terminal 3. Tad er erfidara ad vera einn a ferd med mikinn farangur. Madur kemst ekkert fra. Hvorki til ad kaupa ser ad borda eda a klosettid. En nu er eg semsagt laus vid hann og byd eftir ad komast inn i frihofnina. Tad er ekki fyrr en eftir klukkutima. Bless, bless i bili.

þriðjudagur, október 24, 2006

Búin að pakka



Þá er allt að verða klárt í Bugðutanganum fyrir langferðina til Ástralíu. Gunna Steina er langt komin með að pakka. Er búin að fara í klippingu og kaupa sér ný gleraugu með sólhlíf. Í ferðatöskunni eru sumarfötin, pakkar og nammi. Það verða því jól í Galipolistreet á föstudaginn. Gunna Steina er samt smá hrædd um að týna ferðatöskunni á leiðinni og ætlar ekki að tékka sig alla leið frá Keflavík heldur passa upp á að taskan týnist ekki í London.
Hér á síðunni má væntanlega fylgjst með ferðasögunni og mun Gunna Steina segja sjálf frá.

laugardagur, október 21, 2006

Steini 16 ára





Hann Steini er orðinn 16 ára gamall. Það hefur heldur betur tognað úr þeim litla og nú er hann á góðri leið með að verða hæstur í fjölskyldunni. Nú má hann líka fá æfingaleyfi og ekki verður langt að bíða þar til fyrsti vinurinn verður kominn með bílpróf. Aðaláhugamál Steina eru tónlistin og rafmagnsgítarinn. Hann stefnir að því að verða góður tónlistarmaður.