sunnudagur, júní 25, 2006

Í sumarfríi





Um helgina voru Gunna Steina og sagnfræðingurinn í sumarbústað í Vaðnesi og létu fara vel um sig í góðu veðri. Á laugardaginn keyrðu þau austur á Hellu og síðan upp að Gunnarsholti. Sagnfræðingurinn er að skrifa sögu landgræðslunnar var ekki úr vegi að koma að höfuðstöðvum Landgræðslu ríkisins og sjá með eigin augum uppgræðsluna og einnig örfoka land sem enn á eftir að sá í og ná tökum á. Veðrið var hið fegursta og keyrðu þau upp að Næfurholti sem er við rætur Heklu og þaðan yfir Ytri Rangá að Galtalækjarskógi og síðan niður Landssveit og Holt. Hekla var tignarleg en friðsamleg á að líta þó svo að hún eigi stóran þátt í eyðingu landsins á þessum slóðum.

miðvikudagur, júní 21, 2006

Í rigningu á 17. júní




Þetta árið var ekta 17. júní sunnan heiða. Grenjandi rigning. En ekki létu allir það á sig fá og fóru í skrúðgöngu. Þau Sturla , Auður, Viktor Elí og Guðrún Jóna fóru í skrúðgönguna í Mosfellsbæ og litu við hjá Hlégarði. Þau klæddu sig bara í takt við veðrið. Fóru síðan í afmæli til Einars.

laugardagur, júní 10, 2006

Fyrir norðan




Gunna Steina og sagnfræðingurinn lögðu land undir fót um síðustu helgi og fóru norður. Komu við á Hvammstanga í blíðskapar veðri þar sem Gunna Steina ljósmyndaði gömul hús í gríð og erg. Keyrðu síðan til Akureyri þar sem þau gistu í tvær nætur. Þar var orðið sumarlegt og allt í blóma. Annan daginn skruppu þau til Ólafsfjarðar að heilsa upp á ömmu og afa í Ólafsfirði. Þangað var sumarið enn ekki komið og þar var vetrarlegt á að líta.

mánudagur, júní 05, 2006

Málverkasýning


Þær Gunna Steina og Sigrún samstarfskona hennar héldu málverkasýningu í bæjarstjórnarsalnum og kaffistofunni í Kjarna föstudaginn 26. maí. Sýningin var að frumkvæði bæjarstjórans Ragnheiðar Ríkarðsdóttur og hafði Ásdís Sigþórsdóttir, skólastjóri Myndlistarskóla Mosfellsbæjar veg og vanda af uppsetningu hennar. Þær stöllur fengu góð viðbrögð samstarfsmanna við sýningunni og þó að þær segi sjálfar frá þá lífgaði hún upp á bæjarstjórnarsalinn og kaffistofuna meðan á henni stóð. Sjá má myndir á http://gunnasteina.myphotoalbum.com/view_album.php?set_albumName=album01