miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Sigurrós í innkaupapoka


Sigurrós fann sér í kvöld góðan felustað. Það var Lee innkaupapoki sem fylgdi með í kaupunum þegar Santa fe-inn var keyptur og lá í aftursæti bílsins. Í pokanum voru krumpuð karlsmannsföt sem eru það halló að Steina finnst ekki freistandi að fá þau lánuð til að fara í skólann. Nú er úr vöndu að ráða. Á að láta Rauða krossinn fá fötin eða á að reyna að hafa samband við konuna á Eyrabakka sem átti bílinn og athuga hvort einhver fanginn á Litla Hrauni hafi týnt sparifötunum sínum í bæjarferð? Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun í málinu en á meðan þau Gunna Steina virtu fyrir sér leppana notaði Sigurrós tækifærið og fór inn í búðarpokann og kunni vel við sig þar.

1 Comments:

At 1:57 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég myndi skila fötunum tilbaka, Kannski hafa þau mikið gildi fyrir eigandann.

 

Skrifa ummæli

<< Home