þriðjudagur, júlí 17, 2007

Snæfriðargata 30







Hér má sjá tilvonandi íbúa að Snæfríðargötu 30 í Helgafellslandi að Viktor Elí undanskildum sem var fjarri góðu ganni þegar myndirnar voru teknar. Lóðin er á friðsælum, skjólsælum og fallegum stað rétt við Sauðhól sem er friðaður. Hann er í baksýn á annarri myndinni.

Gamli bekkurinn


Gamli bekkurinn, sem árum saman hefur staðið á pallinum á Bugðutanganum, hefur nú vikið fyrir nýju tréborði og stólum. Gamla bekknum var þó ekki hent á haugana. Hann hefur fengið nýtt hlutverk og ekki dónalegra. Nú prýðir hann skrúðgarðinn við Hlégarð og að sögn garðyrkjustjóra Mosfellsbæjar er hann fínn, besti bekkurinn á Hlégarðstúninu!

föstudagur, júlí 13, 2007

Allt að verða klárt í Helgafellslandinu




Í Helgafellslandinu er búið að malbika og leggja ljósastaura út um allar trissur. Það líður því ekki á löngu að tilvonandi íbúar við Snæfríðargötu geti farið að taka fram skóflu, hamar og sög og hefja framkvæmdir.

fimmtudagur, júlí 12, 2007

Allt að verða tilbúið

Það er allt að vera tilbúið fyrir Ástralíubúana sem verða komnir heim til Íslands áður en varir.
Dótið hennar Helgu fær nú að sjá dagsins ljós eftir að hafa verið í kössum í bílskúrnum.

þriðjudagur, júlí 03, 2007

Langar líka í ís!


Guðrúnu Jónu líst mjög vel á ísinn hans Viktors.