sunnudagur, apríl 23, 2006

Vktor með nýja hjólið


Hann Viktor er búinn að fá nýtt hjól. Það er alvöru tvíhjól og er með handbremsu. Það er rosalega flott. Á laugardaginn hjólaði hann með pabba og mömmu og Guðrúnu Jónu niður í Álafosskvos að skoða málverkasýninguna hjá ömmu og hinum konunum í mynlistarskólanum. Guðrún Jóna var að vísu í kerrunni og mamma keyrði hana en pabbi var á hlaupahjóli sem hann brunaði á niður gilið í Álafosskvosinni og sýndi þar gamla takta.

mánudagur, apríl 03, 2006

Guðrún Jóna fékk nýja peysu og húfu

Amma sá þessa flottu peysu með maríuhænum í prjónablaði og keypti garn eins og skot og er nú búin að prjóna peysu og húfu fyrir nöfnu sína. Guðrún Jóna er mjög hrifin af peysunni vegna þess að litirnir eru svo glaðlegir og það er ekki annað hægt að segja en að peysan og húfan klæði litlu dömuna mjög vel.

sunnudagur, apríl 02, 2006

Nýtt look!

Á laugardaginn hringdi Auður og bauð Gunnu Steinu að koma í bæinn með henni og Guðrúnu Jónu. Þau Sturla voru að fara á árshátíð og ætlaði Auður niður á Laugaveg að kaupa sér föt í því tilefni og skyrtu fyrir Sturlu. Þær fóru meðal annars í Flash þar sem Auður keypti sér bol og pils. Á meðan hún var að máta var amma gamla að passa Guðrúnu Jónu í vagninum. Í Flash var einmitt tilboðshelgi og góður afsláttur á mörgum vörum og einnig 20% á öllum vörum. Amma gamla var að kíkja við og við á það sem til var í búðinni á milli þess sem hún var að kjá framan í þá stuttu sem lét sér vel líka að vera í búðarrölti og verður sjálfsagt einhvern tímann efnileg. Þarna sá Gunna Steina brúnan leðurjakka á mjög góðu verði sem hún gjóaði ansi oft augunum á. Það fór svo að hún mátaði jakkann þegar Auður var búin að versla. Hann var svo flottur að Gunna Steina gerði sér lítið fyrir og keypti jakkann. En hún lét ekki þar við sitja heldur keypti sér gallabuxur líka og svaka stælí festi. Nú er Gunna Steina sem sagt komin með nýtt look og Auður "var ekki smá ánægð með hana."